fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Eva skýtur föstum skotum- „Engin þörf á að kenna Eddu Falak trix til að koma aðdróttunum á framfæri“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. febrúar 2022 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, lögmaður, skýtur föstum skotum á aktívistann Eddu Falak í pistli sem hún birti hjá Vísi í dag. Telur hún að Edda sé orðin lærð í því að koma aðdróttunum um meint kynferðisbrot á framfæri án þess að þurfa að bera nokkra ábyrgð á því sjálf, svo sem með því að auglýsa eftir kjaftasögum á netinu. 

„Ærumeiðandi aðdróttanir, í skilningi laga, fela í sér staðhæfingar eða dylgjur um lögbrot eða siðferðislega ámælisverða hegðun. Fyrir þá sem í hefndarskyni eða af illgirni vilja leggja mannorð annarra í rúst, án þess að fara með málið í gegnum réttarkerfið, eru dylgjur sérlega hentug aðferð,“ skrifar Eva.

Hún segir að þeir sem slíkar dylgjur beinist gegn eigi oft erfitt með að bera sakir af sér, og þar sem um dylgjur sé að ræða en ekki fullyrðingar sé erfitt að lögsækja þann sem ber ábyrgð.

„Þeir sem dylgjurnar beinast gegn eiga venjulega erfitt með að bera af sér sakir. Ýmist getur gerandinn neitað því að ávirðingunum sé beint gegn þeim sem tekur þær til sín eða neitað því að þær feli í sér ásökun um þá háttsemi sem lesandinn skilur þó að verið er að ýja að. Dylgjur setja gerandann þannig í mun minni hættu á lögsókn en fullyrðingar.“

Láta öðrum um að draga ályktanir

Eva rifjar upp að í tengslum við #þöggun-byltingarinnar sem spratt upp frá Facebook-hóp kvenna sem nefnist Beautytips hafi hún ritað grein þar sem hún gaf tvenns konar mismunandi „ófrægingartips“ út frá þeim aðferðum sem þá voru notaðar til að dylgja um menn. Annars vegar að segja frá óþægilegri reynslu þar sem engu ólöglegu er lýst og því ekki verið að saka neinn um lögbrot – þar með sé ekki hægt að kæra en öðrum látið að túlka atvikið sem brot gegn lögum og þar með sé meintur gerandi kominn með þann stimpil. Hins vegar sú aðferð að gefa vísbendingar um hver maðurinn sé. Þá sé verið að lýsa glæp, en enginn nafngreindur ásakaður heldur fólki látið eftir að tengja söguna við tiltekinn aðila.

„Tónlistarmaður sem fyrir nokkrum árum flutti jólalag, er hæfilega ljóst til að beina grun að þröngum hópi manna en þú ert samt ekki að birta persónuupplýsingar.

Á sama hátt má koma upp um nauðgara með því að segja að hann sé sjómaður sem gerir út frá Grundarfirði, afreksmaður í íþróttum eða áberandi vegna starfa innan kristilegra samtaka“ 

Auglýsa eftir kjaftasögum

Hins vegar hafi hún í þeirri grein sinni ekki fjallað um þá aðferð sem hún segir Eddu Falak hafa beitt í vikunni – að auglýsa eftir kjaftasögum.

„Sú aðferð er skilvirk og áhrifarík, ekki síst vegna þess að latir blaðamenn geta auðveldlega fjöldaframleitt smellvænlegar fréttir sem þeir þurfa ekki að taka neina ábyrgð á, bara með því að endurbirta dylgjurnar með nafni höfundar.“

Eva segir að Edda sé þó ekki sú fyrsta sem beiti þessari aðferð. Það hafi verið gert árið 2017 í #metoo-hópi sviðslistakvenna.

„Stjórnandi hópsins gaf vísbendingar um það hvaða mann stæði til að taka niður næst og bauðst til að koma á samtali milli þeirra kvenna sem hefðu eitthvað upp á viðkomandi að klaga. Þeim tilmælum var þó beint til mögulegra þolenda. Ég minnist þess ekki að hafa áður séð auglýst eftir bara einhverjum upplýsingum frá bara hverjum sem er, í þessum tilgangi.“

Öllum hnútum kunnug

Eva segir að Edda hafi þó tekið þessa aðferð og betrumbætt.

„Edda toppar svo listina með því að slá úr og í. Fyrst staðfestir hún að auglýsingin beinist ekki gegn Kára Stefánssyni en segir næsta dag að sú yfirlýsing sé marklaus. Í framhaldinu sýnir hún svo fullkomið skilningsleysi á aðstöðu saklausra sem grunur beinist að. Fólk sem skilur ekki að uppátæki þess geta haft óverðskuldaðar afleiðingar ætti kannski að finna sér eitthvað þarfara að dunda við en að hanna nýtt réttarkerfi.

Nú er engin þörf á að kenna Eddu Falak trix til að koma aðdróttunum á framfæri án þess að þurfa að bera ábyrgð á því, þar er hún öllum hnútum kunnug.“

Eva endurbirtir svo hluta úr greininni  frá 2015 sem birtist hjá Kvennablaðinu undir fyrirsögninni „ófrægingatips“ og segist gera það fyrir „verr sjóaða netníðinga sem vilja nýta sér hundslega þjónkun löggjafa og dómstóla við mannorðsmorð undir merkjum #metoo hreyfingarinnar og álíka herferða.“

Þar segir hún að gjarnan þegar hún gagnrýni ofangreinda aðferðarfræði til að „ófrægja“ menn sé hún gjarnan spurð hvað þolendur ofbeldis geti annað gert þegar réttarkerfið geti ekki tekið á málum þeirra. Því miður hafi hún engin svör um það, en það þýði þó ekki að hún ætli að leggja blessun sína yfir aðferðir sem knýja fram réttlæti utan réttarkerfisins.

„Nei, ég vil ekki skerða tjáningarfrelsið. Ég mæli ekki með því að þolendum kynferðisofbeldis verði bannað að droppa vísbendingum eða að þeim sem misbýður framkoma einhvers verði bannað að nafngreina hann. En þið sem farið þessar leiðir; gömul áföll og sterkar skoðanir gefa ykkur ekki tilkall til meiri tillitssemi en þið sýnið öðrum, svo reiknið með því að þessar aðferðir verði gagnrýndar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Í gær

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Í gær

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun