fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Lenya og Sóley rífast um vændi – „Swerfismi er ekki að fara að leysa neitt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 09:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig væri að hlusta á fólk sem er sjálft í kynlífsvinnu áður en við förum að móta einhverja stefnu fyrir þau?“ spyr Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í dag. Mikil umræða hefur myndast um vændi í kjölfar fréttaflutnings um vændiskaup Einars Hermanssonar, fráfarandi formanns SÁÁ.

Lenya segir að málið snúist um þarfir fólks í kynlífsvinnu og jaðarsetningu þeirra. „Swerfismi er ekki að fara að leysa neitt,“ segir hún svo en orðið swerfism er ensk skilgreining yfir femínista sem láta mál fólks í kynlífsvinnu sig ekki varða.

Færsla Lenyu vakti athygli Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Vinstri grænna. Sóley skrifar athugasemd við færsluna og gagnrýnir Lenyu fyrir hennar nálgun á málefnið. „Öll stefnumótun hvað þessi mál varðar er byggð á reynslu og þörfum fólksins sjálfs. Með því að úthrópa stuðningsfólk núverandi laga ertu að úthrópa ansi stóran hóp fólksins sem þú vilt að hlustað sé á. Þetta er ekki uppbyggileg nálgun,“ segir Sóley.

Lenya svaraði þá fyrir sig og sagðist ekki hafa ætlað sér að skjóta á neinn. „Ég held að það hljómi eins og ég sé að skjóta á einhvern útaf því ég sagði „móta stefnu“ en það er ekki meiningin,“ segir hún. „Tístið hefur ekkert með lög að gera heldur umræðuna á samfélagsmiðlum hvað þetta varðar. Ég held að „ekkert um okkur án okkar“ sé fín nálgun og hefur alltaf verið.“

Sóley spyr þá Lenyy hver þessi um hvaða hóp hún sé að ræða þegar hún segir „okkur“. „Um hver og án hvers? Það er klofningur innan hópsins þar sem sum vilja frelsi til að selja kynlíf á meðan önnur upplifa sig beitt ofbeldi,“ segir hún.

„Ég hef tilhneigingu til að hlusta á og taka mið af þörfum og vilja jaðarsettasta fólksins sem er síðarnefndi hópurinn í þessu tilviki.“

Lenya segist þá vera að tala um að það þurfi að hlusta á þolendur vændis og einnig kynlífsverkafólk. Hún segir umræðuna verið viðkvæma og að aðkoma beggja hópa fólks í kynlífsvinnu sé nauðsynleg til þess að hægt sé að gera umhverfið þolendavænna.

„Einn hópurinn er kannski jaðarsettari en hinn en báðir hópar vilja eflaust láta heyra í sér og eiga rödd innan samfélagsins. Ég vil hlusta og læra,“ segir Lenya svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“