fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Tveir ölvaðir ökumenn óku á í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ökumenn, sem eru grunaðir um ölvun við akstur, voru valdir að umferðaróhöppum í Reykjavík í gærkvöldi. Annar ók aftan á bifreið á Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fór á bráðadeild en hann var með verki í höfði og kálfa eftir ákeyrsluna. Flytja þurfti báðar bifreiðarnar á brott með dráttarbifreið.

Hinn ökumaðurinn velti bifreið sinni á Bústaðavegi á níunda tímanum. Enginn meiddist en bifreiðin og götuviti skemmdust. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Báðir ökumennirnir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á málum þeirra.

Á áttunda tímanum í gær voru tveir menn handteknir í bifreið í Miðborginni. Þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Hald var lagt á meint fíkniefni. Mennirnir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni. Bifreið þeirra var ótryggð og voru skráningarnúmer hennar því fjarlægð.

Í Kópavogi hafði lögreglan afskipti af konu í íbúð hennar en mikla fíkniefnalykt lagði frá íbúð hennar. Konan afhenti meint fíkniefni.

Á tólfta tímanum var ekið á ljósastaur á Nýbýlavegi en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi án þess að tilkynna um tjónið. Orkuveitunni var tilkynnt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“