fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Fangar kæra notkun undralyfs Möggu Frikka – Fengu Ivermectin án þess að vita það

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 10:09

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir fangar í fangelsinu í Washington County í Arkansasríki Bandaríkjanna hafa stefnt lækni fangelsisins, fangelsisstjóranum og fangelsinu sjálfu vegna lyfja sem þeim var gefið eftir að þeir greindust með Covid-19 innan veggja fangelsisins.

New York Times greindi frá þessu fyrr í morgun og segir jafnframt að mönnunum hafi verið gefið ormalyfið Ivermectin, þvert á ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda í landi um að Ivermectin geri nákvæmlega ekkert fyrir Covid sjúklinga.

Í stefnu mannanna fjögurra, Dayman Blackburn, Julio Gonzales, Jeremiah Little og Edrick Floreal-Wooten, segir að eftir jákvæða greiningu hafi fangarnir fjórir verið færðir í einangrun innan fangelsisins og gefið lyfjakokteil tvisvar á dag. Þeim var tjáð af fangelsislækninum Robert Karas að um væri að ræða vítamín, stera og sýklalyf.

Raunveruleikinn var hins vegar sá, sem fyrr sagði, að læknirinn var að lauma í þá Ivermectin.

Ýmsar ævintýralegar samsæriskenningar hafa gengið um virkni lyfsins gegn Covid-19 þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir heilbrigðisstofnana og yfirvalda um heim allan til þess að kveða þær niður. Þessar kenningar hafa meðal annars gert vart við sig hér á landi, en DV greindi frá því fyrir skömmu að Margrét Friðriksdóttir hefði greinst með Covid og væri byrjuð að taka Ivermectin við veirusýkingunni. Gaf hún dætrum sínum jafnframt lyfið þegar þær greindist með Covid og viðurkenndi hún að hún hafi aðstoðað fleira fólk við að komast í lyfið með „óhefðbundnum“ leiðum.

Læknirinn Robert Karas stendur í sömu trú og Margrét og tók sjálfur Ivermectin þegar hann greindist jákvæður fyrir Covid í ágúst á síðasta ári. Þá hefur hann jafnframt stært sig af því á samfelagsmiðlum að nota ormalyfið óspart á sjúklinga sína sem greinast með Covid-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“