fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Alræmdir ofbeldismenn og undirheimahundar dregnir fyrir dóm – Myndbönd af ofbeldinu gengu um netheima

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. janúar 2022 11:47

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum, allir á tvítugsaldri eða nýskriðnir yfir tvítugt. Ákæran, sem DV hefur undir höndum, er í átta liðum og varðar atburði sem munu hafa gerst yfir að minnsta kosti þriggja ára skeið.

Reyndar beinast allir ákæruliðirnir að einum manni nema tveir, sem beinast þá að manninum og einum til eða öllum fjórum saman. Samkvæmt heimildum DV, er sá höfuðpaur tvítugur að aldri og hefur verið viðriðin fjölmörg ofbeldismál sem DV hefur sagt frá undanfarna mánuði. Hann situr nú gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi vegna brota sinna. Þar á meðal hrottalega líkamsárás sem átti sér stað inni í húsakynnum Borgarholtsskóla um miðjan janúar í fyrra.

Sjá einnig: Blóðug átök í Borgarholtsskóla – fjórir fluttir á slysadeild 

Þá birti DV myndband af hrottalegri árás umrædds höfuðpaurs í fyrra í félagi við aðra óþekkta menn. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Saman eru mennirnir fjórir ákærðir fyrir að hafa í nóvember 2018 ráðist að öðrum mönnum fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Eru mennirnir sagðir hafa slegið brotaþola ítrekað í höfuðið þar til þeir féllu í jörðina og haldið þá áfram að lúskra á þeim. Hlutu mennirnir margvíslega áverka og beinbrot af völdum árásarinnar.

Í júlí í fyrra eru tveir mannanna sagðir hafa ráðist að öðrum á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur með hnefahöggum og kylfu þar til maðurinn féll í jörðina. Að því loknu snéri höfuðpaurinn sér að konu og sló hana í lærið með kylfu þannig að hún hlaut 15 sentimetra langt mar.

Í ágúst er þessi sami höfuðpaur sagður hafa lamið mann illa í Kópavogi, eins og áður segir. Mun hann samkvæmt ákærunni hafa tekið brotaþola hálstaki og haldið honum niðri á meðan aðrir, ótilgreindir menn, börðu hann. Brotaþoli hlaut af árásinni margvísleg sár í andliti og nefbrot.

Þá er höfuðpaurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa slegið konu á Prikinu í miðborginni þannig að konan hlaut sprungna vör.

Til viðbótar við áðurnefnd ofbeldismál þarf maðurinn að svara fyrir líflátshótanir gagnvart lögreglumönnum, nokkur fíkniefnalagabrot og þjófnað, en hann er sagður hafa stolið þrjú þúsund króna flösku úr verslun ÁTVR í Skeifunni og misst fíkniefni úr vasa sínum á meðan hann var að því í október síðastliðnum.

Af ákærunni að dæma gerir aðeins einn brotaþoli einkaréttarlega kröfu í málinu, og krefst hann 2,5 milljóna í miskabætur auk málskostnaðar.

Saksóknari krefst þess að mönnunum fjórum verði gert að sæta refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn, og er nú þar til meðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala