fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Vogi lokað vegna Covid-smits

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 19:44

Einar Hermannsson, formaður SÁÁ. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ, hefur verið lokað vegna Covid-smits. Þó liggja þar inni áfram 12 sjúklingar.

„Ég þarf að loka húsinu, það eru reyndar 12 sjúklingar eftir inni í nótt sem eru að glíma við alls konar og við gátum ekki fært úr húsi. En yfir 30 manns yfirgáfu spítalann í dag og fóru í sóttkví heima hjá sér,“ segir Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.

Einar segir að tíu hafi greinst í hraðprófum. „Þegar slík staða kemur upp þarf maður að vera próaktívur og loka. Þetta voru sex skjólstæðingar og fjórir starfsmenn. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta kom upp, einn kom t.d. fyrir tveimur dögum og var þá neikvæður en greindist síðan jákvæður.“

Hálfgert sóttvarnahótel

„Þetta er stærsti vinnustaður SÁÁ og það eru margir komnir í svokallaða C-smigát, sem er þannig að fólk má mæta í vinnu en þarf að halda sig til hlés og þá er erfitt að sinna sjúklingum,“ segir Einar ennfremur. „Þeir sem eru eftir eru síðan bara einir í herbergi með salerni inni, þannig að þetta er orðið hálfgert sóttvarnahótel.“

Einar segir að ástand hinna smituðu sé misjafnt en þó ekki slæmt hjá neinum. „Það eru þessi dæmigerðu omicron-einkenni, hálsbólga og hiti, en það er enginn með slæm einkenni.“

„Við metum svo stöðuna í fyrramáli. En við gerum ráð fyrir því að spítalinn verði lokaður í einhverja daga og allt starfsfólkið er í rauninni útsett, þetta er mikið til vaktavinnufólk og vitum ekki hvenær þetta kom upp,“ segir Einar sem tekur hinni erfiðu stöðu af æðruleysi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aron Can sagður hafa hnigið niður í miðjum flutningi

Aron Can sagður hafa hnigið niður í miðjum flutningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Hulk Hogan látinn