fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kona brenndist í Vesturbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. september 2021 08:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld var lögregla kölluð í hús í Vesturbænum eftir að kona brenndist þegar heit djúpsteikingafeiti skvettist á hana. Konan var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku með brunasár.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar segir að 97 mál hafi verið bókuð síðasta sólarhringinn og bar þar mest á ölvunarakstri og hávaðaútköllum, en einnig eftirfarandi:

Manni var vísað út af bráðamóttöku eftir að hann hafði verið þar til vandræða og neitað að verða við óskum starfsfólks um að yfirgefa svæðið.

Afskipti voru höfð af  manni í miðbænum sem ætlaði að aka bíl sínum, en hann var ofurölvi, vegfarendur höfðu komið í veg fyrir að maðurinn færi af stað á bílnum. Þegar lögregla reyndi að ræða við manninn brást hann illa við og hafði í hótunum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum hótana og ástands „þar sem hann var ekki í nokkru ástandi til að vera úti á meðal fólks,“ segir í dagbókinni.

Þá greinir frá því að kona féll af hlaupahjóli og fékk högg á höfuðið við fallið, hún var flutt á bráðamóttöku af lögreglu.

Afskipti voru höfð af manni sem var mjög ölvaður og hafði farið húsavillt, maðurinn var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn. Hann var í fyrstu fluttur á lögreglustöð þar sem rétt heimilisfang var fundið og honum að því  loknu ekið til síns heima.

Í Kópavogi eða Breiðholti var lögregla kölluð til eftir að 16 ára unglingur hafði dottið á höfuðið, drengurinn var ofurölvi og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu