fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. september 2021 14:51

Anton Kristinn Þórarinsson á leiðinni í dómsal. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Kristinn Þórarinsson bar vitni í Rauðagerðismálinu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag kl. 14. Hann kannast ekki við að sekt hafi verið lögð á hann í undirheimum og kannast ekki við að Armando Bequiri, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt, og menn honum tengdir, hafi hótað honum. Vísbendingar um að verið væri að safna liði gegn honum og fjölskyldu hans bárust honum eingöngu til eyrna sem orðrómur, að því er fram kom í vitnisburði hans fyrir dómi í dag.

Anton átti að bera vitni kl. 14 en þar sem dagskráin var örlítið á undan áætlun freistaði héraðssaksóknari, Kolbrún Benediktsdóttir, þess að fá hann til að stíga í vitnastúku eilítið fyrr. Anton var þá ekki mættur. Hlé varð á dómstörfum í nokkrar mínútur og dyrnar inn í dómsal opnar á meðan beðið var eftir Anton, sem hlýtur að teljast eitt áhugaverðasta vitnið í málinu. Anton kom síðan, klæddur í grá jakkaföt og með sólgleraugu. Hann tók gleraugun niður áður en hann settist í vitnastúku og svaraði spurningum héraðssaksóknara, og eftir atvikum verjenda sakborninga í málinu.

Segist ekki hafa átt í deilum við Armando

Angjelin Sterkhaj, maðurinn sem játar að hafa orðið Armando að bana, sagði er hann bar vitni á mánudag að Armando og aðrir menn sem tengjast öryggisgæslufyrirtækinu Top  Guard, hafi sagst ætla að neyða Anton Kristin til að greiða sér „sekt“ upp á 50 milljónir króna og hafi þeir reynt að neyða Angjelin til að þrýsta á Anton um þetta, meðal annars með því að ræna börnum hans. Tveir menn tengdir Armando báru vitni fyrr í dag og þverneita þessu. Annað vitni sem þeim tengist sagði fyrir rétti að  Angjelin væri lygasjúkur og hefði sífellt verið að spinna upp sögur.

„Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton spurningum um þessa svokölluðu sekt, en Anton hafði heyrt orðróm um slíkt.

Anton kannast við að hafa fengið símtöl frá Top Guard mönnum þar sem þeir fóru fram á að hann losaði sig við Angjelin úr þjónustu sinni. „Það var kominn upp einhver ágreiningur milli hans og þeirra,“ sagði hann og jafnframt að þeir hafi ákveðið að hittast á fundi mánudaginn 17. febrúar til að ræða þetta.

Var hjá vinafólki á Sauðákróki örlagahelgina

Þegar Anton var spurður nánar út í atvik helgina 13.- 14. febrúar svaraði hann: „Ég var að drekka, ég er ekki með þetta allt í skýru ljósi, það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu og …“

Anton greindi frá því að þessa helgi hafi hann verið hjá vinafólki á Sauðárkróki ásamt eiginkonu og börnum. Var farið á snjósleða. Angjelin og félagi hans vildu koma í snjósleðaferð og útvegaði vinur Antons á Sauðárkróki þeim afnot af bústað í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Sauðárkróki. Segir hann Angjelin hafa komið þangað en farið suður til Reykjavíkur á laugardeginum 13. febrúar. Anton og fjölskylda hans hafi hins vegar verið lengur.

„Hann reddaði þeim öðru húsi, svo þeir tóku þeir einn daginn í sleðaferð með okkur, svo fóru þeir í bæinn.“

„Við búum á Íslandi, Nei, aldrei!“

Þegar Anton var spurður hvenær hann hafi frétt að Angjelin væri kominn aftur norður segir hann að það hafi verið á sunnudeginum. Við ítrekaðar spurningar um hvort hann hefði ekki heyrt af því um nóttina eða snemma á sunnudagsmorgninum, sagði hann svo ekki hafa verið.

Anton kannaðist ekki við það að menn hafi verið að ógna honum í tengslum við lekamál, en það upplýstist í janúar við leka á lögregluskýrslum, að Anton var um tíma uppljóstrari hjá fíkniefnalögreglunni.

Hann fékk spurningar um hvort hann hafi flutt inn menn til að verja sig. Hann sagðist hafa heyrt orðróm um að einhverjir vildu gera honum mein og hann hafi brugðist við því með því að fá starfsmenn sína til að vera á verði. Hann segir þessa menn hafa verið að vinna fyrir sig varðandi viðhald og þess háttar en hann hafi ekki flutt þá inn sérstaklega til verndar.

Aðspurður kannaðist Anton við að Claudia Carvalho, portúgölsk vinkona Angjelin, sem ákærð er fyrir meintan samverknað um morðið, hefði unnið við að þrífa hús hans. Var hann spurður hvort hann kannaðist við að hún og Angjelin hefði greint honum frá dularfullum mannaferðum fyrir utan hús hans, þ.e. að einhverjir væri að vakta það, sagðist hann ekki muna eftir því.

Anton sagði jafnframt að Claudia og Angjelin hefði verið vinafólk hans og eiginkonu hans og þau hefðu stundum borðað saman.

Anton kannaðist við að Angjelin hefði greint honum frá sögusögnum þess efnis að menn vildu gera honum mein. Hann sagðist vita að einhver leiðindi hefðu orðið milli Angjelin og mannanna í Top Guard en þekkti ekki efnisatriði þeirra deilna.

Varðandi morðið á Armando á laugardagskvöldið spurði varahéraðssaksóknari Anton: „Vissi þú eitthvað? Hafðir þú eitthvað með þetta að gera?“

Anton svaraði: „Ég hafði ekki hugmynd um neitt, ef ég hefði vitað þá hefði ég reynt að tala hann af því. Við búum á Íslandi. Nei, aldrei!“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Í gær

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Í gær

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“