fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Lára Guðrún fékk ekki greiningu á veikindum sínum því hún var of snyrtileg – „Það var næstum dauðadómur minn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. ágúst 2021 08:36

Lára Guðrún Jóhönnudóttir Mynd/ Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpu ári drap læknir mig næstum því vegna þess að ég var „of snyrti­leg. Ég var að deyja hægum og kvalarfullum dauða úr ógreindri sykursýki 1“,“ segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir í Twitter-þræði sem vakið hefur athygli. Fréttablaðið greindi fyrst frá en tilefni skrifa Lára Guðrúnar var frétt blaðsins um að umsækjanda um örorkulífeyri hafði verið hafnað út af of góðri umhirðu.

Á meðan Lára Guðrún leitaði eftir skýringum á veikindum sínum, sem hún vissi ekki þá að voru tilkomin vegna sykursýki 1, missti hún fjórtán kíló á nokkrum mánuðum og að eigin sögn helming af hári sínu. „Drakk 16 lítra á dag vegna djöflaþorsta, með spasma í fótum, sár sem höfðu ekki gróið vikum saman, sveppasýkingar, hugræn geta var nær engin og fleiri erinkenni sem fylltu A4-blað,“ segir Lára Guðrún í færslu sinni.

Því miður var heimilislæknir Láru Guðrúnar ekki við þegar veikindin byrjuðu að hrjá hana en hún lýsir viðkomandi sem yndislegum lækni sem myndi vaða eld og brennistein fyrir hana. Hún segist í kjölfarið hafa gengið milli lækna án þess að fá neinar skýringar nema að vandamálið væri líklega streita. Þá lýsir hún því hvernig hættulega lág kalíumgildi í blóði hennar hafi verið hunsuð af lækni sem að gaf í skyn að hún væri mögulega að misnota áfengi eða þjáðist af átröskun. „Fólk er lagt inn á spítala með hraði og gefið inngjöf í æð til að koma í veg fyrir hjartastopp eða að lungu falli saman. Tennur líka byrjaðar að losna,“ skrifar Lára Guðrún.

Hún telur, eins og áður segir, að ástæðan fyrir því að læknar gáfu henni ekki gaum var að hún var of snyrtileg til fara. „Og vel að máli farin. Kunni að tjá mig. Leit ekki út fyrir að vera deyjandi. En örvæntingafull í augum.“ Hún segir allar líkur á því að hún hefði dáið í svefni milli jóla og nýárs ef að hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild hefði ekki bent henni á að láta mæla blóðsykur sinn. Þannig hafi orsök veikinda hennar uppgötvast..

Lára Guðrún segir tíma­bært að sleppa tökunum af fordómum og fyrirfram gegnu áliti byggt á útliti fólks. Hún bendir á að mörgum sem glíma við lang­vinn veikindi finnist gott að klæða sig upp þegar það á erindi eitt­hvað, til dæmis tíma hjá lækni.

„Ég allavega sé eftir því að hafa farið í fallegu vetrarkápuna mína og sett á mig farða og reynt að greiða hárið þannig að það sæist ekki hversu þunnt það væri. Hversu tekin ég væri í andlitinu. Það var næstum dauðadómur minn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“