fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Sólveig Lilja mótmælandi er starfandi dagforeldri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 06:07

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í gær þá var Sólveig Lilja Óskarsdóttir handtekin vegna óspekta á Suðurlandsbraut þar sem barnshafandi konur biðu í röð eftir að komast í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Að sögn lögreglunnar var Sólveig handtekin fyrir óspektir á almannafæri og fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglunnar, meðal annars um að setja upp andlitsgrímu og segja til nafns.

RÚV birti upptöku af vettvangi í gær þar sem sjá má Sólveigu í átökum við heilbrigðisstarfsfólk og lögregluna. Hún heyrist öskra: „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Og drepast! Það er eitur í þessum sprautum!“

Fréttablaðið segir að Sólveig Lilja sé starfandi dagforeldri í Mosfellsbæ miðað við skráningu á vef sveitarfélagsins.

Sólveig Lilja mætti í viðtal hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og hafnaði því að hún hefði „látið öllum illum látum“ og að barnshafandi konur hafi óttast hana og farið að gráta undan henni. Hún sagði þetta stangast á við upplifun hennar af atburðum dagsins og að hún geti sannað það með myndbandsupptöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill