fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Fréttir

„Það er ekki satt að ég hafi látið öllum illum látum“ segir konan sem sögð er hafa látið öllum illum látum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 17:36

Skjáskot úr myndbandi RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Lilja Óskarsdóttir, konan sem var handtekin við Suðurlandsbraut 34 í morgun fyrir að mótmæla bólusetningum, ræddi um atvikið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Verið var að bólusetja barnshafandi konur á Suðurlandsbraut 34 í dag þegar Sólveig mætti á vettvang og olli usla.

RÚV birti myndband af vettvangi þar sem sjá mátti konuna í átökum við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglu. Þar mátti heyra hana öskra: „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Og drepast! Það er eitur í þessum sprautum!“ Auk þess sagði hún að verið væri að ljúga að fólki. Í kjölfarið handtók lögregla hana og þá kallaði hún: „Þetta er ólögleg handtaka!“

Í samtalinu við Reykjavík síðdegis gaf Sólveig út yfirlýsingu þar sem hún sagði að það hafi verið hennar skylda að bregðast við. „Mig langar nú bara að gefa yfirlýsingu um það að ef almennir borgarar hafa vitneskju um að verið sé að framkvæma glæp þá ber þeim skylda að bregðast við,“ segir Sólveig en ekki er þó vitað hvaða „glæp“ hún talar um.

„Það eru til lög um þetta, það er ekki verið að upplýsa fólk um að það sé verið að taka tilraun sem ekki einu sinni hefur verið prófuð á dýrum. Ef ég sem móðir hefði staðið ófrísk í þessari röð og upplifað þetta þá hefði ég labbað úr henni og hugsað að ekki væri allt með felldu. Ég tek það samt fram að ég er friðarsinni og þetta sem er sagt í fréttinni á RÚV er ekki satt og það er engin kæra á mig.“

„Það er ekki satt að ég hafi látið öllum illum látum“

Þá vildi Sólveig meina að hún hafi ekki verið að láta illum látum eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. „Það er ekki satt að ég hafi látið öllum illum látum og að ófrískar konur hafi grátið og óttast mig. Það var ekki mín upplifun á staðnum. Ég tók þetta allt sjálf upp á myndbönd og hef það sem gerðist sjálf á myndbandi.“

Einn af þáttastjórnendum Reykjavík síðdegis bendir þá Sólveigu á að í myndbandinu má sjá hana leika illum látum. „Miðað við myndbandið sem fylgdi fréttinni gætu margir tekið undir það að þú hafir látið illum látum,“ segir þáttastjórnandinn. „Hversu klippt er þetta myndband?“ spyr Sólveig þá. „Það var veist að mér og ég þurfti bara að verja mig. Lögreglan kom og tók mig, en lögreglan var ekki að taka mig fyrir að hafa hátt á staðnum.“

„Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig“

Sólveig segir þá hvernig hennar upplifun af atvikinu var. „Það var veist að mér og ég þurfti að verja mig. Já, lögreglan kom og tók mig, en ekki fyrir að hafa hátt á staðnum. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lögreglubíl og þegar ég neitaði að vera með grímu voru sett á mig handjárn og það var sett á mig gríma,“ segir hún og er þá spurð hvort hún sé á móti grímunotkun.

„Grímur gera ekkert gagn. Veirur og bakteríur eru það litlar að þær fara þar í gegn, grímur eru ekki að vernda okkur fyrir veirum og bakteríum,“ segir Sólveig Lilja sem vill meina að þöggun ríki um málið og erfitt sé að nálgast hinar réttu upplýsingar um hvernig í pottinn er búið.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Sólveigu í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið yfir konu á sýningu Þjóðleikhússins í gærkvöld

Leið yfir konu á sýningu Þjóðleikhússins í gærkvöld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt lið slökkviliðsins kallað út að Bríetartúni

Allt lið slökkviliðsins kallað út að Bríetartúni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-smitaður handtekinn vegna líkamsárásar og brots á sóttvarnarlögum

COVID-smitaður handtekinn vegna líkamsárásar og brots á sóttvarnarlögum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbrún skilur ekkert í Guðna forseta: Of gefinn fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn

Kolbrún skilur ekkert í Guðna forseta: Of gefinn fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna