fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Fólk eins og þú sem rífur niður stemmingu“: Blómaunnendur takast á um umdeilt heiti – „Þið eruð illa ruglaðar að halda þessu fram“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 16:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður um rasisma og gyðingahatur mynduðust í Facebook-hóp er varðar blómarækt. Ástæðan er heiti á ákveðinni blómategund, sem fór fyrir brjóstið á mörgum, og skapaði því miklar umræður. Blómið sem um ræðir hefur lengi verið kallað gyðingurinn gangandi hér á landi, en einnig erlendis þar sem það hefur heitið the wandering jew. Fræðilegt heiti plöntunnar er Tradescantia zebrina.

Á síðari árum hefur verið fjallað um nafnið, sem þykir fordómafullt, í erlendum fjölmiðlum. Nafnið vísar nefnilega til þjóðsögu um gyðinginn gangandi sem á að hafa átt þátt í að pynta og krossfesta Jesú Krist. Nú hefur fólk verið hvatt til þess að nota frekar orðin göngugarpur eða flakkari yfir blómið.

Umræðurnar byrjuðu í blómahópnum þegar meðlimur deildi mynd af blóminu sínu og skrifaði: „Fallegur Gyðingurinn hjá mér“. Fyrstu ummælin sem færslan fékk vörðuðu fegurð sjálfs blómsins, en ein athugasemd kveikti í fólki: „Blómið er fallegt, fordómarnir ekki.“

„Þið eruð illa ruglaðar að halda þessu fram“

Fólk tók misvel í þessi ummæli, sumir þökkuðu fyrir að verið væri að benda á að nafnið væri óþægilegt, en öðrum fannst út í hött að setja út á það þar sem blómið hefði verið kallað  gyðingurinn gangandi í fjöldamörg ár.

„Þið eruð illa ruglaðar að halda þessu fram. Því stíga gyðingar ekki fram til að mótmæla þessu nafni? Líklega því þeir hafa ekki hugmynd um það og/eða er alveg sama.“ sagði einn meðlimur hópsins, annar sem var ekki sáttur með gagnrýnina sagði: „Það er svo skrýtið, að Íslendingar eru endalaust að móðgast fyrir hönd annarra, vegna þess að þeir halda að einhver sé sár og móðgaður, vegna einhvers eins og t.d nafns á plöntu, þá vilja þau að öll línan taki þátt í gjörningum.“

„Um að gera að ríghalda í fordómana“

Þessu var svarað af þeim sem finnst nafnið óviðeigandi. „Það minnsta sem við getum gert sem partur af kristinni þjóð er að breyta okkar særandi orðum og hegðun gagnvart fólki sem er með önnur trúarbrögð heldur en við, enda var það aðallega kristið fólk sem drap og kúgaði fólk í aldir fyrir það að vera ekki sömu trúar,“ sagði einn blómaunnandi og annar sagði reiður og kaldhæðinn: „Um að gera að ríghalda í fordómana og berjast fyrir því að fá að nota orð sem særa aðra. Fátt sem gerir lífið skemmtilegra en það. Það er auðvitað réttur allra að særa annað fólk. “

„Fólk eins og þú sem rífur niður stemmingu“

Einn meðlimur hópsins furðaði sig á málinu og sagði að hann myndi halda áfram að kalla blómið gyðing þrátt fyrir að hann yrði kallaður rasisti. „Það er nú bara orðið þannig að maður má ekki reka við öðruvísi en að vera ásakaður um að vera rasisti. Ég á gyðing og mun kalla hann áfram gyðing án þess að mér detti eitthvert fólk í hug.“ Annar sagðist vera orðinn fullsaddur á öllu „fordómatali“ og sagði þá sem stunda það eyðileggja stemmingu. „Er hægt að sleppa þessu fordóma tali hér? Er ekki nóg af því annars staðar? […] Það er svona fólk eins og þú sem rífur niður stemmingu og hefur ekki hugmynd um hvað fordómar eru.“

Líkt og áður segir voru umræður um málið ansi miklar, og ekki hægt að segja að sátt hafi færst í málið. Þó er vert að taka fram að einstaklingurinn sem birti færsluna með myndinni af blóminu er búinn að biðjast afsökunar og segist ekki hafa áttað sig á því að sumum gæti þótt heitið særandi.

„Úff, mig langaði bara að sýna ykkur mynd af blóminu mínu. Mér var sagt fyrir nokkrum árum að þetta væri nafnið á því. Aldrei datt mér í hug að svona umræða færi af stað um þetta blóm. Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað/sært einhvern. Eigið gott kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu