fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að gripið verði til harðari takmarkana í samfélaginu skili takmarkanirnar sem taka gildi á morgun ekki árangri. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef að þetta skilar ekki tilætluðum árangri og við förum að sjá aukningu á alvarlegum veikindum getur alveg komið til þess að ég þurfi að koma með nýjar tillögur,“ sagði Þórólfur.

Ríkisstjórnin samþykkti í gær eftir maraþonfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum að grípa til 200 manna takmörkunar á samkomum. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sundstöðvar taka á móti 75% af hámarksfjölda samkvæmt rekstrarleyfi og þurfa veitinga- og skemmtistaðir að loka á miðnætti. Enn fremar mun eins metra reglan, sem landinn á að vera farinn að þekkja, snúa aftur. Skiptar skoðanir eru um aðgerðirnar í samfélaginu, en ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa þó stigið fram, hver af öðrum í gær og í dag og lýst því yfir að samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar.

Kom fram í máli Þórólfs að hann hafi lagt fram tveggja metra reglu en niðurstaðan varð eins metra regla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnarfundinn hafi gengið vel fyrir sig í gær. „Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnalæknis,“ sagði Katrín. Hún sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði fylgt hans tillögum að lang mestu leyti, rétt eins og ríkisstjórnin hafi gert hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“