fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Elísabet Ýr nýr fjármálastjóri Orkusölunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. júní 2021 12:46

Elísabet Ýr Sveinsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkusalan hefur ráðið Elísabetu Ýri Sveinsdóttur í starf fjármálastjóra hjá fyrirtækinu. Elísabet er 31 árs og er viðskiptafræðingur frá Bifröst. Hún lauk meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind árið 2014 frá Háskólanum í Reykjavík.

Elísabet bjó um tíma í Filippseyjum þar sem hún gegndi stöðu fjármálastjóra félaga Jarðborana í Asíu sem voru staðsett í Filippseyjum, Malasíu og Indónesíu.

Elísabet kemur til með að byggja upp og leiða fjármálasvið Orkusölunnar en fyrirtækið hefur stækkað hratt á seinustu árum.

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, segir það mikinn feng fyrir fyrirtækið að fá Elísabetu til að leiða fjármálasvið fyrirtækisins. „Elísabet er góður og öflugur liðsstyrkur og mun þekking hennar og reynsla koma sér vel í þeim verkefnum sem hún mun sinna. Við erum spennt að fá hana til liðs við okkur og mun hennar kraftur styðja fyrirtækið að ná settum markmiðum og hjálpa Orkusölunni að vaxa enn frekar,“ segir Magnús.

,,Áhuginn fyrir grænni orku kviknaði þegar ég vann hjá Jarðborunum og hefur sá áhugi vaxið síðan. Ég er því spennt fyrir þessum breytingum en Orkusalan er vel mannaður vinnustaður og ég hlakka til að bætast í hóp öflugra starfsmanna fyrirtækisins,” segir Elísabet Ýr Sveinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu