fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fréttir

Var brugðið þegar hann las um sjálfan sig í dagbók lögreglu eftir átök um smáhund – „Ég var ekki handtekinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 19:22

Hundurinn sem rataði í dagbók lögreglu. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fréttamenn hófu morgunvakt sína í morgun var eins og vanalega fyrsta verk flestra þeirra að skoða dagbók lögreglu í tölvupóstinum, en þar er um að ræða yfirlit frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um verkefni næturinnar og gærdagsins.

Mest áberandi í fréttum fjölmiðlanna úr dagbókinni að þessu sinni er atvik sem varð í Kópavogi þar sem maður fór inn á heimili og nam hund á brott. Segir í dagbók lögreglu að maðurinn sé bæði grunaður um húsbrot og líkamsárás, eða orðrétt: „Tilkynnt um mann sem ruddist inn á heimili í hverfi 200  og tekur þar hund sem hann taldi sig eiga en að sögn húsráðanda er það ekki rétt. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Vitað er hver maðurinn er og er málið  í rannsókn.“

Umræddur maður hafði samband við DV og sagði frá atvikinu frá sínum sjónarhóli. Hann segir alrangt að hann hafi stolið hundinum heldur hafi hann verið að sækja hund sem er í eigu hans og kærustu hans. „Ég var ekki handtekinn og lögreglan hefur ekki haft samband við mig þó að hún sé með símanúmerið mitt. Þetta er ekki mál sem snýst um dópista eða handrukkara heldur venjulegan mann sem var að ná í hund sem hafði verið stolið,“ segir maðurinn.

Um er að ræða Chihuahua-smáhund. Maðurinn segir að kærasta sín hafi keypt hundinn af konu úr Kópavoginum, þeirri sem um ræðir í dagbók lögreglunnar, ásamt barnsföður sínum. Hafi hún átt hundinn er þau tóku saman. Barnsfaðir hennar hafi hins vegar tekið af henni hundinn í afbrýðiskasti, skilað aftur til konunnar í Kópavogi og sagt að kærasta viðmælanda DV væri ekki fær um að halda hund.

„Við lögðum fram kæru sem fór fyrir dómstóla og við vinnum málið, en samt neitar hún að láta okkur hafa hundinn. Lögreglan gerir ekkert þrátt fyrir tilkynningu um þennan þjófnað, hvorki í byrjun né eftir að við unnum málið,“ segir maðurinn.

Þetta er hundurinn sem getið er um í fréttinni. Aðsend mynd.

Drengurinn hleypti honum inn

Maðurinn segist hafa bankað upp á hjá konunni í Kópavogi og kom fimm ára sonur hennar til dyra. Móðirin svaraði ekki kalli drengsins sem bauð manninum inn. Stóðu þeir frammi á gangi í íbúðinni og klöppuðu hundinum þegar konan kom að þeim.

Þá sagði maðurinn henni erindi sitt, tók hundinn og fór út úr íbúðinni. Konan brást illa við þessu og urðu dálitlar stympingar er hún þreif í handlegg og reyndi að ná hundinum af honum en án árangurs.

Maðurinn á ekki von á því að af þessu verði neinir eftirmálar enda sé þetta hans hundur eins og dómstólar hafi kveðið á um. Hann sendi DV mynd af hundinum auk skjáskota sem sýna textasamtal, sem ýtir heldur undir frásögn hans af atvikum.

Maðurinn telur því að frásögn fjölmiðla eftir texta dagbókar lögreglu af atvikinu sé mjög villandi og vildi koma sinni hlið á framfæri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Fólk eins og þú sem rífur niður stemmingu“: Blómaunnendur takast á um umdeilt heiti – „Þið eruð illa ruglaðar að halda þessu fram“

„Fólk eins og þú sem rífur niður stemmingu“: Blómaunnendur takast á um umdeilt heiti – „Þið eruð illa ruglaðar að halda þessu fram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“
Fréttir
Í gær

Rúmfatalagerinn og Íþróttasamband fatlaðra skrifa undir nýjan styrktarsamning

Rúmfatalagerinn og Íþróttasamband fatlaðra skrifa undir nýjan styrktarsamning
Fréttir
Í gær

Almannavarnir og Landspítalinn reyndu að fá Morgunblaðið til að fjarlægja frétt – „Maður veit hins vegar ekki hvernig aðrir hefðu brugðist við“

Almannavarnir og Landspítalinn reyndu að fá Morgunblaðið til að fjarlægja frétt – „Maður veit hins vegar ekki hvernig aðrir hefðu brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá sem liggur á gjörgæslu vegna Covid-19 er óbólusettur Íslendingur

Sá sem liggur á gjörgæslu vegna Covid-19 er óbólusettur Íslendingur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kaupendur paradísar í Mosfellsdalnum í vondum málum – Sátu uppi með óselda fasteign og gátu ekki borgað

Kaupendur paradísar í Mosfellsdalnum í vondum málum – Sátu uppi með óselda fasteign og gátu ekki borgað