fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Grunur um stórfelld undanskot í tengslum við útleigu í gegnum Airbnb

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 08:00

Grunur leikur á umfangsmiklum skattsvikum í tengslum við útleigu í gegnum Airbnb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú greiðslur til íslenskra aðila vegna útleigu á húsnæði í gegnum Airbnb. Rannsókninni miðar vel en miðað við gögn, sem hafa fengist frá Airbnb, hefur vaknað grunur um stórfelld skattalagabrot.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að grunur leiki á að tekjur hafi ekki verið gefnar upp til skatts og geta fjárhæðirnar hlaupið á tugum milljóna króna.

Á síðasta ári fékk skattrannsóknarstjóri upplýsingar frá Airbnb á Írlandi um greiðslur til íslenskra aðila á árunum 2015 til 2018 en þær námu 25,1 milljarði króna.

Unnið hefur verið að úrvinnslu þessara gagna í tæpt ár en nú er rannsóknin að taka á sig mynd. „Það eru nokkur brot þarna sem eru alvarleg og stórfelld. Þau verða hjá okkur í rannsókn og geta mögulega endað fyrir dómstólum,“ er haft eftir Theodóru Emilsdóttur, settum skattrannsóknarstjóra.

Ekki liggur fyrir hversu mörg mál verða tekin til rannsóknar en þau verða nokkur að sögn Theodóru. Upplýsingar um aðra aðila verða sendar til skatteftirlits og er hugsanlegt að þeim málum ljúki með endurákvörðun skatta ef útleigutekjur reynast vantaldar.

„Hvað alvarlegri málin snertir kemur auk endurákvörðunar til beitingar sektarviðurlaga ef grunur reynist réttur. Hluta málanna gæti hvað það varðar lokið með sekt eftir rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra,“ sagði Theodóra.

Alvarlegustu málin fara til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og síðan fyrir dómstóla og lýkur þá hugsanlega með sekt og fangelsisrefsingu sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku