fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Vendingar í skattsvikamáli fyrrum eigenda Kornsins – Sögð hafa skáldað reikninga frá „PC Tölvur“ fyrir tugi milljóna

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptaka í máli Héraðssaksóknara gegn þeim Rögnvaldi Þorkelssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Sigurði Pétri Haukssyni fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fer fram í næstu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verða þar ný gögn í málinu kynnt en aðalmeðferð í málinu hafði fór fram í mars.

Í málinu er Rögnvaldi sem eiganda og Kristínu sem daglegum stjórnanda gefið að sök að hafa fóðrað rekstrarreikninga fyrirtækjanna Kornsins, sem nú heitir IceThai, og Þorkelsson ehf., með tilhæfulausum reikningum frá PC-Tölvan á árunum 2013-2015. Færðu þau jafnframt virðisaukaskatt af reikningunum frá PC-Tölvan sem innskatt í rekstur fyrirtækisins. Reikningarnir frá PC-Tölvan námu tugum milljóna á tímabilinu og því um meiriháttarbrot að ræða í skilningi skatta- og hegningarlaga.

Offramtalinn innskattur nam á tímabilinu um 25 milljónum, samkvæmt ákærunni. Oftalin rekstrargjöld eru þar jafnframt sögð hafa verið hátt í hundrað milljónir.

Sigurður Pétur er ákærður fyrir að hafa aðstoðað við ofangreind skattalagabrot með því að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga í nafni PC-Tölvan.

Rögnvaldur og Kristín eru enn fremur ákærð fyrir að hafa skilað inn efnislega röngum persónulegum skattframtölum en Rögnvaldur er sagður hafa vantalið fram 73 milljóna tekjur og komist þannig undan því að greiða um 32 milljónir í skatta. Vantaldar tekjur Kristínar, samkvæmt ákæru, námu 24 milljónum og vangreiddur skattur því um tíu og hálf milljón.

Að lokum er Sigurður Pétur ákærður fyrir að hafa í sinni sjálfstæðu starfsemi staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum og oftalið innskatt sinn um 3,7 milljónir.

Aðalmeðferð í málinu fór sem fyrr sagði fram í mars en málið hefur nú verið endurupptekið til þess að leggja fram úrskurð yfirskattanefndar sem féll eftir að aðalmeðferðin fór fram.

Kornið var stofnað árið 1981 og var rekið sem fjölskyldufyrirtæki allt til ársins 2017 þegar það var selt til fjárfestingafélags. Bakaríið stöðvaði starfsemi sína svo í desember árið 2018. Þegar mest var rak bakaríið 12 útsölustaði, þar á meðal eitt á Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur.

Þríeykið á allt yfir höfði sér sér fangelsisdóm og fésekt verði þau fundin sek í héraðsdómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri