Tveir einstaklingar voru handteknir fyrir þjófnað í verslun í Grafarvogi í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar segir þeir séu grunaðir um aðild að fleiri þjófamálum. Aðilarnir eru nú vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar.
Fleira kemur fram í dagbók lögreglu, til að mynda var bifhjóli ekið á reiðhjólamann í breiðholti. Sá sem var á bifhjólinu flúði af vettvangi án þess að kanna með ástand reiðhjólamannsins. Sá sem var á reiðhjólinu var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.
Þá kannaði lögregla fleiri mál er vörðuðu ölvunarakstur, innbrot og líkamsárásir.