fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Fréttir

Sigríði finnst kerfið hafa brugðist sér – „Ég sest út í bíl og öskra og græt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 15:00

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig getur Heilbrigðiskerfið farið í helgarfrí?“ spyr Sigríður Jónasdóttir í færslu sem hefur vakið gífurlega mikla athygli á Facebook.  RÚV fjallaði um málið. „Þessari spurningu hef ég ekki svarið við, en ég ætla mér að komast að því.“

Færsla Sigríðar fjallar um það þegar hún var send heim yfir helgi eftir að hafa komist að því að barnið sem hún gekk með var látið. „Það er vika síðan Kolfinna Ögn fæddist í dag og mikið er erfitt að sakna svona. Það sem fæstir vita er hvað í raun gekk á síðustu daga og hversu mikið heilbrigðiskerfið okkar og starfsmenn innan þess brugðust okkur, á tímum sem við hefðum virkilega þurft á því að halda að vera gripin,“ segir Sigríður en hún ítrekar að með skrifunum sínum er hún ekki að ráðast á starfsfólkið á Landsspítalanum.

„Persónuárásir munu aldrei leiða gott af sér. En hörð gagnrýni á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmanninn er annað mál.
Þá brotalöm sem er innan kerfisins. Við höfum talað við ógrynni af fólki sem bæði starfar innan heilbrigðiskerfisins, og utan þess, og verið hvött til þess að segja okkar sögu og koma þessu á framfæri. Það hefur aldrei neitt annað komið til greina.“

„Ég vissi strax að eitthvað væri að“

Sigríður byrjar á að útskýra forsögu málsins en þann 23. apríl síðastliðinn átti hún tíma í mæðravernd á Landspítalanum. Tveim dögum áður vorum við í sónar og lítil spræk og heilbrigð stelpa sýndi allar sínar bestu hliðar. Blés sápukúlur og minnti okkar á hvað væri framundan, jók á tilhlökkun eftirvæntingu og gleði yfir því sem við áttum framundan. Allar mælingar komu vel út og hún var ekkert nema fullkomin í alla staði.“

Þegar Sigríður mætti í tímann þann 23. apríl var hún ekki sjálfri sér lík. Ljósmóðirin tók undir með því og sagði að þetta væri óvanalegt. Þegar hún ætlaði að hlusta á hjartsláttinn fann hún hann ekki. „Við heyrðum í vægum hjartslátt frá fylgjunni, og mér en hjartslátturinn hjá barninu fannst ekki. Ég vissi strax að eitthvað væri að, enda mitt fimmta barn og margar mæðraskoðanir að baki.“

„Síðan var hún farin, jafn hratt og hún kom“

Ljósmóðirin fór fram til að kalla á fæðingarlækni svo hægt væri að gera sónarskoðun. „Þegar ljósmóðirin kemur aftur biður hún mig að koma í annað herbergi, þar sé fæðingarlæknir sem ætli að skoða betur. Hún reynir að hughreysta mig að að sé bara betra að vera viss og skoða allt betur. Ég vissi að hún væri dáinn.“

Sigríður lagðist á bekkinn, læknirinn kynnti sig og sagðist ætla að skoða þetta betur. „Skjánum var snúið frá mér, ljósin slökkt og tilfinningin í herberginu var vond. Hún segir svo að hún ætli að kalla á annan fæðingarlækni, þær þurfi að vera tvær til þess að skoða svona og staðfesta. Staðfesta hvað?“

Þá kom annar fæðingarlæknir inn og kynnti sig. „Eftir innan við mínútu segir hún „já ég get staðfest það, það er engin hjartsláttur, mér þykir það leiðinlegt“. Það stoppaði allt í kringum mig, tárin byrjuðu að leka og ég næ að hvísla út úr mér „ertu viss?“. Þá snýr hún skjánum, stækkar upp sónarmyndina af barninu mínu og sýnir mér líflaust hjartað í henni. „Já ég er viss“. Síðan lítur hún á samstarfsmenn sína og segir „Þetta er nýskeð, hefur gerst í nótt eða morgun“. Ég fann fyrir henni áður en ég fór að sofa og um nóttina. Ég vissi að þetta væri nýskeð. En hún var ekki að tala við mig. Síðan var hún farin, jafn hratt og hún kom. Eftir var ég ein með Ljósmóður og fæðingarlækni.“

„Hvernig telst þetta verklag í lagi?“

Eftir þetta var Sigríður spurð hvort hún þyrfti ekki að hringja í einhvern. Sigríður þurfti að hringja í Magnús Kjartan Eyjólfsson, eiginmann sinn. „Jú ég þurfti að hringja í Magga, en hvernig , ég gat ekki talað. Það var allt stopp og ég flaut einhvern veginn áfram án þess að átta mig á því var ég komin í sæti við skrifborðið og þær fara fram á meðan ég hringi.“

Magnús svaraði en Sigríður kom ekki upp orði. „Ég bara öskurgræt í símann og hann spyr ítrekað hvað sé að, margbiður mig um að tala við sig en ég gat það ekki. Hann hafði ekki séð skilaboðin frá mér. Eftir góða mínútu næ ég að öskra upp ,,HÚN ER DÁIN!”
Þarna hefði ég þurft að hafa einhvern sem greip bæði mig og hann. Einhvern sem tekur símann og segir honum hvað hafi gerst, hvort hann komist til mín á öruggan hátt, einhvern sem segir honum að það verði passað upp á mig þar til hann kemur.“

Á meðan verið var að taka öll sýni sem þurfti að taka, um það bil fimm mínútum eftir að Sigríður fékk það staðfest að dóttir hennar væri dáin, spyr fæðingarlæknirinn hana hvort hún hafi hugsað eitthvað út í krufningu.

Ha? Nei, eðlilega hafði ég ekki hugsað út í það, ég hafði hugsað mér að skíra dóttur mína í desember vonandi, en krufningu hafði ég ekki hugsað út í. Hvernig telst þetta verklag í lagi?“

„Ég sest út í bíl og öskra og græt“

Eftir þetta útskýrði fæðingarlæknirinn hvernig þetta færi fram. Þegar Sigríður spurði hvað væri næst sagði læknirinn við hana að hún ætti að mæta aftur eftir helgi, á mánudagsmorgni, til að fara í gangsetningu. „Ha? Á mánudag, en í dag er föstudagur, á ég að trúa þessu hugsa ég með mér. Ég spyr hana hvort þetta geti verið rétt, já þetta var rétt, það er nefnilega föstudagur,“ segir Sigríður sem var síðan send út af spítalanum.

Bakvið mig heyri ég konur óska hvor annarri góðrar helgar. Á meðan ég var ein, að bíða eftir manninum mínum sem var út á landi. Ég sest út í bíl og öskra og græt. Með dóttur okkar, litla barnið sem okkur hlakkaði svo til að elska meira og fastar, dána í maganum. Af hverju? Jú af því að Heilbrigðiskerfið fór í helgarfrí.“

„Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“

Sigríður veltir því fyrir sér hvers vegna hún var bara send ein út eftir þetta áfall. Það var ekki kallaður til prestur, félagsráðgjafi, áfallateymi eða veitt nein áfallahjálp. ÞETTA MÁ EKKI! Mig skal ekki undra að geðheilbrigðiskerfið sé hrunið og brunarústir einar ef þetta er úrvinnsla erfiðra mála hjá heilbrigðiskerfinu. Hvernig á fólk að komast út úr svona reynslu í heilu lagi ef þetta er það sem fólk þarf að upplifa? Hvernig er hægt að réttlæta þá meðferð að senda okkur heim til þess eins að bíða eftir því að það komi mánudagur til þess að fæða dóttur okkar?“ segir hún og heldur áfram.

„Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi? Eina hreyfingin sem ég fann var hún líflaus að hreyfast í legvatninu. Oft kom hugsunin að hún yrði barnið sem afsannaði þetta, hún væri ekki dáinn, en svo skall raunveruleikinn aftur á og maður áttaði sig hvað var að gerast. Hvernig er hægt að réttlæta það aukaálag sálarlíf syrgjandi foreldra? Af hverju vorum við svipt þeim rétti að fá hana í fangið strax. Af hverju fékk Maggi ekki Áfallahjálp? Af hverju fengum við enga ráðgjöf eða verkfæri í hendurnar til þess að segja eldri börnunum okkar frá þessu? Af hverju brást kerfið okkur svona harkalega?“

Að lokum segir Sigríður að þetta megi ekki endurtaka sig. „Er álagið á kerfinu orðið svo mikið að starfsfólk innan þess er búið að missa þá tilfinningu að sýna samkennd? Er mannlegi þátturinn horfinn? Þetta er því miður aðeins byrjunin á þessari sorglegu sögu úr raunveruleika okkar síðustu daga og þeim brotalömum sem eru í heilbrigðiskerfinu árið 2021.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sakfelld fyrir að stela tæplega hálfri milljón af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla

Kona sakfelld fyrir að stela tæplega hálfri milljón af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir hyggjast halda jól á Tenerife

Margir hyggjast halda jól á Tenerife
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“