fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ekið á hjólreiðakonu – Þjófar og skemmdarvargur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 05:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um umferðarslys í Bústaðahverfi. Þar var ekið á 63 ára konu sem var á reiðhjóli, hún fann til eymsla í baki. Lögreglan hafði afskipti af manni í verslun einni í gær en þar skemmdi hann umbúðir utan af ilmvatni. Hann var kærður fyrir eignaspjöll. Á sjöunda tímanum hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa stolið krukku með þjórfé starfsfólks af veitingastað í miðborginni.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn við veitingastað í miðborginni en hann var að áreita viðskiptavini og öskraði á starfsfólk. Hann var vistaður í fangageymslu

Ofurölvi maður var handtekinn í Hlíðahverfi á áttunda tímanum og var hann vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Kringlumýrarbraut í kringum miðnætti. Leyfður hámarkshraði þar er 80 km/klst. Mældist hraði bifreiða ökumannanna 113 km/klst, 121 km/klst og 108 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi