fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 13:05

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nói Siríus kynnti nýja vöru á markaði í gær. Varan ber nafnið Tromp Hvellur og eru hvellirnir bitar í 250 gramma kassa. Bitarnir innihalda marsípan ofan á lakkrís og hjúpað með hríssúkkulaði. Það vekur þó athygli að Góa selur nákvæmlega sömu vöru undir nafninu Appolo Lakkrís-bitar.

Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu, var ekki sáttur með þetta útspil Nóa Siríus þegar DV náði tali af honum.

„Þetta er mikil stæling á góðri vöru, verið að reyna að stela góðri vöru. Við byrjuðum að selja bitana í fyrra og þeir seldust óheyrilega vel,“ segir Atli en bitarnir voru einungis til sölu yfir sumartímann og átti salan á þeim að hefjast aftur á næstu dögum.

https://www.facebook.com/noisirius/posts/10159159795882485

„Varan er að koma aftur á markað í þessum töluðu orðum og þá kemur þetta. Þetta er okkar gæða Appolo-lakkrís og súkkulaði frá Góu. Svona er þetta því miður. Ég veit ekki hvað maður á að segja meira, þetta er bara lélegt,“ segir Atli þegar hann lýsir yfir vonbrigðum sínum á þessu útspili Nóa.

Aðspurður segir Atli að ekkert sé hægt að gera í þessu lagalega séð.

„Þetta er nú bara alþekkt í þessum bransa, allir að stela frá hvorum öðrum. En þetta er ekki eðlilegt, líkindin eru nú fullmikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna