fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 13:05

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nói Siríus kynnti nýja vöru á markaði í gær. Varan ber nafnið Tromp Hvellur og eru hvellirnir bitar í 250 gramma kassa. Bitarnir innihalda marsípan ofan á lakkrís og hjúpað með hríssúkkulaði. Það vekur þó athygli að Góa selur nákvæmlega sömu vöru undir nafninu Appolo Lakkrís-bitar.

Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu, var ekki sáttur með þetta útspil Nóa Siríus þegar DV náði tali af honum.

„Þetta er mikil stæling á góðri vöru, verið að reyna að stela góðri vöru. Við byrjuðum að selja bitana í fyrra og þeir seldust óheyrilega vel,“ segir Atli en bitarnir voru einungis til sölu yfir sumartímann og átti salan á þeim að hefjast aftur á næstu dögum.

https://www.facebook.com/noisirius/posts/10159159795882485

„Varan er að koma aftur á markað í þessum töluðu orðum og þá kemur þetta. Þetta er okkar gæða Appolo-lakkrís og súkkulaði frá Góu. Svona er þetta því miður. Ég veit ekki hvað maður á að segja meira, þetta er bara lélegt,“ segir Atli þegar hann lýsir yfir vonbrigðum sínum á þessu útspili Nóa.

Aðspurður segir Atli að ekkert sé hægt að gera í þessu lagalega séð.

„Þetta er nú bara alþekkt í þessum bransa, allir að stela frá hvorum öðrum. En þetta er ekki eðlilegt, líkindin eru nú fullmikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum