fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 9. apríl 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar drottningar Bretlands, er látinn 99 ára að aldri. Frá þessu greina fjölmiðlar á Bretlandi en konungsfjölskyldan tilkynnti um andlátið rétt í þessu.

Filippus og Elísabet giftust árið 1947, fimm árum áður en Elísabet varð drottning. Filippus lætur eftir sig fjögur börn sem hann átti með Elísabetu. Þá átti hann átta barnabörn og 10 barnabarnabörn.

Prinsinn fæddist í Grikklandi árið þann 10. júní árið 1921 og hefði hann því náð hundrað ára aldri í sumar. Hann var sonur Andrew, prins Grikklands og Danmerkur, og Alice prinsessu af Battenberg.

Ljóst er að fjölmiðlar á Bretlandi voru búnir undir andlát Filippusar. Nánast um leið og tilkynnt var um andlátið var búið að birta ítarlegar minningargreinar um ævi og störf prinsins á helstu fjölmiðlum landsins.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu bresku konungsfjölskyldunnar um andlátið:

https://www.facebook.com/TheBritishMonarchy/posts/4109633689058430

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum