fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fréttir

Sveinn Andri gerir stólpagrín að Íslendingum sem kvarta vegna sóttkvíarhótelsins – „Ég þurfti að vera fimm daga á hóteli“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 5. apríl 2021 16:30

Sveinn Andri Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa margir hér á landi vart talað um annað en sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Einn þeirra sem hefur tjáð sig mikið um málið er hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson en hann telur að það sé í góðu lagi að fólk sé skyldað til að dvelja á hótelinu.

„Að leggja að jöfnu dvöl á hótelherbergi og vist í fangaklefa verður seint talin mikil speki,“ sagði Sveinn Andri þegar umræðan um sóttkvíarhótelið hófst en þá höfðu margir líkt dvölinni þar við hryllilegar stofnanir eins og Guantanamo Bay og Gúlagið. Þá höfðu einnig einhverjir líkt því við Norður-Kóreu.

Sveinn Andri hefur svo í kjölfarið fært rök fyrir því að það sé löglegt að skylda fólk til að dvelja á hótelinu. Sveinn vísar í 13. grein laga númer 2/2021 sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar á þessu ári. Sveinn segir að í greininni sé kveðið á um að ráðherra geti með reglugerð, að fenginni tillögu sóttvarnarlæknis, kveðið á um að gripið skuli til sóttvarnarráðstafana vegna hættu á að farsóttir berist til eða frá Íslandi.

„Lögin veita sumsé heilbrigðisráðherra heimild til þess að kveða á um það í reglugerð að ferðamenn séu settir í sóttkví. Er það augljóslega í sóttvarnaryfirvalda að meta það hverju sinni um hvers konar sóttkví er að ræða.“

Nýjasta innlegg Sveins í umræðuna er þó ekki lagabókstafur heldur skopmynd sem mörgum hefur fundist vera einstaklega fyndin. Um er að ræða svokallað jarm (e. meme) þar sem sjá má tvo hunda, annar er sterkari og stærri en hinn sem á að vera nokkurs konar aumingi. Í skopmyndinni sem Sveinn deildi er gert grín að Íslendingum í dag sem kvarta yfir því að dvelja í 5 daga á hóteli á meðan Íslendingar á árum áður þurftu að kljást við mun stærri vandamál.

Myndina sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Myndin sem Sveinn deildi á Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Fréttir
Í gær

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára
Fréttir
Í gær

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar