fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Talið að ekið hafi verið á manninn sem lést í Kórahverfi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 12:46

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan mun krefjast gæsluvarðhalds yfir einum manni vegna mannsláts í gær. Þá lést íslenskur maður, fæddur 1990, af völdum áverka sem hann hlaut á föstudaginn við heimili sitt í Vindakór i Kópavogi. Grunur leikur á að ekið hafi verið á manninn sem er sagður hafa hlotið talsverða höfuðáverka.

Vísir.is skýrir frá þessu. Hefur Vísir.is eftir Margeiri Sveinssyni, yfirlögregluþjóni, að rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvernig maðurinn hlaut þá áverka sem urðu honum að bana. Vísir.is segist hafa heimildir fyrir að hann hafi verið með talsverða höfuðáverka og að skoðað sé hvort ráðist hafi verið á hann eða hvort bíl hafi verið ekið á hann og hann skilinn eftir í sárum sínum.

Sjá einnig: Íslendingur látinn eftir hrottalega árás fyrir utan heimili sitt í Kópavogi

Þrír voru handteknir vegna málsins en gæsluvarðhalds verður krafist yfir einum. Vísir.is segir að heimildir hermi að um rúmenskan ríkisborgara sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maríjon til Kvis

Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana