fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Gera gys að Eyþóri eftir viðtalið í gær – „Hvað kom fyrir hendurnar á Eyþóri Arnalds?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 11:30

Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, varð fyrir barðinu á grínistum landsins á samfélagsmiðlinum Twitter eftir viðtal sitt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Rætt var um lækkun hámarkshraða í Reykjavík í fréttatímanum en Eyþór lýsti þar yfir áhyggjum sínum af lækkuninni. Það var þó ekki það sem vakti athygli netverja á Twitter. Það sem vakti helst athygli þeirra var líkamsstaða og hendur Eyþórs í viðtalinu. „Hvað kom fyrir hendurnar á Eyþóri Arnalds?“ spyr einn netverji til dæmis en fleiri slógu á létta strengi eins og sjá má hér fyrir neðan.

Eyþór kippir sér ekki upp við grínið en hann segir að það sé ánægjulegt að fólk geti haft gaman að þessu. „Það má alltaf finna sér eitthvað skemmtilegt í skammdeginu og það er bara ánægjulegt ef fólk getur horft á spaugilegu hliðarnar, nóg er nú um leiðindin,“  segir Eyþór í samtali við DV um málið.

Hann segist ekki vera sár yfir gríninu, hann hefur þó ekki séð það sjálfur. „Ég hef nú bara misst af þessu. Það verður bara gaman að sjá þetta.“

„Ég held að það leysi ekki umferðarmálin“

Í samtalinu við DV ræddi Eyþór einnig um umferðarmálin.  „Lausnin í mínum huga eru ekki þrengingar, það er að segja ekki að þrengja að hlutunum heldur þarf að leysa málin, það á held ég við um allt. Nú á að setja einhverja milljarða í að þrengja frekar umferð og ég held að það leysi ekki umferðarmálin,“ segir hann.

Eyþór nefnir svo það sem hann vill laga. „Ég vil laga vegtengingar, Sundabraut og fleira, svo við séum ekki öll í sömu umferðarsultunni. Það þarf að snjallvæða borgina, umferðarljósin eru ennþá með klukku í staðinn fyrir að vera eftir umferðinni. Ég held að það megi rýmka fyrir umferðinni, eins og hefur verið gert hægra megin fyrir strætó,“ segir hann og heldur áfram.

„Það þarf bara að nýta betur akreinarnar, við sjáum að þær eru stíflaðar í aðra áttina á morgnana og í hina áttina síðdegis. Þegar við erum að nýta akgreinarnar  svona illa þá er eitthvað að skipulaginu og stýringunni. Ef nýtingin er bara 50% þá er það mjög lélegt og við erum þá ekki með jafnvægi. Það er hluti af því sem þarf að laga og ekki að hrúga öllum vinnustöðum niður í miðbæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Í gær

Dularfull lykt veldur Árbæingum ama – „Það er ólíft hérna inni“

Dularfull lykt veldur Árbæingum ama – „Það er ólíft hérna inni“
Fréttir
Í gær

#MeToo: Segja nafngreiningu gerenda ekki vera fælingarmátturinn sem þarf – „Við þekkjum ekkert samfélag sem er laust við heimilisofbeldi“

#MeToo: Segja nafngreiningu gerenda ekki vera fælingarmátturinn sem þarf – „Við þekkjum ekkert samfélag sem er laust við heimilisofbeldi“
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik