fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Héðinn sýnir hversu ótrúleg breytingin er í Geldingadölum – „Er þetta tekið á sama stað?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 19:08

Mynd/Héðinn Þorkelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars síðastliðinn hefur margt vatn runnið til sjávar, eða öllu heldur mikið af hrauni runnið um dalinn. Fleiri gígar hafa opnast og hraunið hefur gjörbreytt landslaginu á svæðinu til eilífðar.

Þeir sem fóru að eldgosinu þegar það var tiltölulega nýhafið komu að allt öðru svæði en þeir sem ganga þangað þessa dagana. Sumir hafa þó farið oftar en einu sinni að gosstöðvunum og er Héðinn Þorkelson, framkvæmdastjóri og stofnandi Diving Iceland, einn þeirra. Héðinn fór fyrst að eldgosinu þriðjudaginn 23. mars en hann fór svo aftur þangað í gær. Miklar breytingar hafa orðið á svæðinu á þessum stutta tíma.

Héðinn birti tvær myndir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann situr á nákvæmlega sama staðnum við eldgosið en landslagið og bakgrunnurinn á myndunum er allt annar. Til gamans má geta að mismunandi félagar voru með í för í ferðunum. „Finnið 5 villur!“ sagði Héðinn í færslunni á Facebook. „Það er gaman að þessu,“ segir Héðinn svo um myndirnar í samtali við DV.

„Er þetta tekið á sama stað?“ spurði einn vinur Héðins í athugasemdunum við myndirnar og Héðinn bendir þá á að þetta er hvorki meira né minna en nákvæmlega sami staðurinn. „Sérð það á steinunum,“ segir hann en steinarnir á myndunum eru þeir sömu en gróðurinn í kringum þá er horfinn á seinni myndinni.

Þessar mögnuðu myndir sem Héðinn deildi má sjá hér fyrir neðan:

Mynd/Héðinn Þorkelsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit og flestir í sóttkví

Fimm smit og flestir í sóttkví