fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Kvöldverður á Bryggjunni á Akureyri breyttist í hrylling – Konan rotaðist vegna ótengdrar hurðapumpu

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 14:00

mynd/samsett skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið VÍS bótaskylt í máli konu sem stórslasaðist á höfði og búk er hún hugðist snæða kvöldverð á veitingastaðnum Bryggjan á Akureyri við Strandgötu. Ábyrgðartrygging veitingastaðarins var tekin hjá VÍS.

Í dómnum eru tildrög málsins rakin en konan hugðist þarna um kvöldið 7. september 2015, fara á veitingastaðinn Bryggjuna við Strandgötu 49 til að borða kvöldmat með fjölskyldu sinni. Á leið inn á veitingastaðinn hélt konan í útidyrahurðina þegar vindhviða feykti upp hurðinni. Við það féll konan aftur fyrir sig og datt niður þrjár tröppur áður en hún skall svo með hnakkann í gangstétt.

Konan varð fyrir umtalsverðu líkamstjóni og var mat bæklunarskurðlæknis meðal dómsgagna í málinu.

Í skýrslu lögreglu og sjúkraflutningamanna sem voru fyrstir á vettvang segir að hvasst hafi verið í bænum og vindstrengur legið beint á húsið. Konan var með skerta meðvitund þegar þeir báru að en gat þó sagt lauslega til um meiðsli sín. Dóttir konunnar sagði við lögreglumenn að hún hafi haldið í hurðina og stigið inn um dyrnar en móðir hennar komið á eftir henni og hafi haldið í hurðina þegar vindhviða kom og feykti upp hurðinni með áðurnefndum afleiðingum.

Þá segir í lögregluskýrslunni að hurðarpumpa sem hafi verið á útidyrahurðinni hafi reynst ótengd þegar lögreglu bar að garði, en tekist var á um það fyrir dómi hvort að pumpan hafi verið tengd þegar slysið sjálft gerðist. Tilgangur hurðapumpna er meðal annars einmitt að koma í veg fyrir að hurðir fjúka upp.

Konan krafðist þess að tryggingafélagið VÍS yrði dæmt til þess að greiða konunni bætur út úr ábyrgðartryggingu veitingastaðarins sem sýnt hefði af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, en veitingastaðurinn var bæði fasteignaeigandi, og rekstraraðili veitingastaðarins.

Lögmenn VÍS fluttu fyrir því rök að umrætt atvik hefði verið óhappatilvik vegna eigin gáleysis eða gáleysis annarra en vátryggingartaka, veitingastaðarins. „Rótgróin meginregla sé að tjónþoli þurfi að bera tjón sitt sjálfur nema sérstök heimild standi til annars,“ sagði meðal annars í greinargerð lögmannsins.

Hann sagði jafnframt að ósannað væri að hurðapumpan hafi verið ótengd þegar slysið varð, þó það lægi fyrir að hún hafi verið það þegar lögregla kom. „Hafi hurðapumpan losnað yfir daginn áður en slysið varð sé í öllu falli ósannað að starfsmönnum vátryggingartaka hafi mátt vera kunnugt um það,“ segir jafnframt í dómnum.

Í niðurstöðu kafla dómsins segir að jafnvel þó aðeins konan og dóttir hennar hafi verið vitni að slysinu, þætti það sannað að pumpan hefði verið ósönnuð þegar slysið átti sér stað einnig. „Hvorki í framburði [forsvarsmanns veitingastaðarins] né í málatilbúnaði VÍS koma fram haldbærar skýringar á því hvað hefði síðan átt að valda því að pumpan reyndist ótengd svo stuttu eftir slysið,“ segir í dómnum.

Þá segir dómurinn að þegar dóttirin hafi opnað hurðina og „rétt“ móður sinni hana, hafi mátt ætla að hurðapumpan hafi blasað við. „Mátti hún sem almennur viðskiptavinur ætla við fyrstu sýn að pumpan væri tengd, en við málflutning staðfesti lögmaður [VÍS] að ágreiningslaust væri að hurð með tengdri pumpu yrði „stífari“ þegar ljúka ætti henni upp en ekki aðeins þegar dyrunum væri lokað.“

Dómurinn komst þá í þessu ljósi að þeirri niðurstöðu að rekstraraðilar veitingastaðarins hefðu sýnt af sér saknæma vanrækslu sem rekstraraðili veitingastaðar og eigandi atvinnuhúsnæðis þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu.

Bótaskylda VÍS fyrir hönd Bryggjunnar var því viðurkenndur, og má ætla að við taki samningaviðræður á milli lögmanna konunnar og VÍS um fjárhæð bótanna.

Dóminn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu