fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Covid, jarðskjálftar og nú lakkrísrör – Stærðin skiptir bara víst máli

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 17:00

Samkvæmt umræðum á facebook fengu margir fyrir hjartað við styttingu lakkrísröra. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Tómasdóttir birti í gær færslu í Facebook-hópinn Góða systir þar sem hún lýsir yfir óánægju sinni með lakkrísrörin frá Góu. Það hefur verið vinsælt í áratugi að drekka appelsín í gleri í gegnum lakkrísrör. Á sjöundaáratugnum var það líklega ein heitasta tvennan í verslunum borgarinnar og hugsa margir til gjörningins með hlýju.

Hrefna ætlaði að gera vel við sig í vikunni og keypti sér tvennuna vinælu en varð fyrir miklum vonbrigðum. Það sem olli þessum vonbrigðum var að lakkrísrörin voru orðin minni en flaskan sjálf og því ekki lengur hægt að drekka úr flöskunni með rörinu.

„Covid, jarðskjálftar og stutt lakkrísrör. Jæja stelpur nú er það bara þannig að ég er gjörsamlega að geðtruflast á öllu ástandinu – Covid orðið ansi þreytandi – Jarðskjálftarnir að gera út af við mig og þegar maður heldur að það geti ekki versnað þá fær maður lakkrísrör sem passar ekki í flöskuna,“ segir Hrefna í færslunni og segir að þetta sé það sem hafi fyllt mælinn.

Hún biðlaði til Góu að lengja rörin aftur og að það gengi ekki að minnka þau en hækka verðið. Hún telur þessa ákvörðun þeirra hafa einnig áhrif á sölu appelsíns í gleri frá Ölgerðinni en mikil umræða skapaðist um málið á síðunni og þá staðreynd að í þessu samhengi skipti stærðin, hér lengdin, öllu máli.

Í samtali við DV segir Hrefna sem gerir góðlátlegt grín af þessu öllu saman að Helgi framkvæmdastjóri Góu og starfafólk hans hafi brugðist hratt og vel. Beðist var afsökunar á styttingunni og verða rörin lengd héðan í frá.

Hrefna fékk yfir 1200 „like“  á færslu sína og því er ljóst að hún er ekki sú eina sem er ánægð með þessi viðbrögð Góu.

Á næstu vikum ætti fólk að geta notið þess aftur að sötra appelsín í gleri með lakkrísröri.

Mynd: Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi