fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Ekkert smit utan sóttkvíar – Svona er staðan núna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær en þeir voru allir í sóttkví. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, greindi DV frá er líklegt að öll smitin tengist hópsmiti í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Fimm smit greindust á landamærum.

Upplýsingafundur Almannavarna hefst kl. 11:03. Greint verður frá tíðindum af fundinum jafnóðum.

Rögnvaldur, Alma og Þórólfur er á fundinum.

Rögnvaldur segist þekkja af eigin raun hvernig það er að vera í sóttkví með fjölskyldu sinni. Hann sendir kveðju til allra sem eru í sóttkví núna.  Um 700 manns eru í sóttkví núna.

Fyrir um fjórum dögum greindist klasasmit í fjölskyldu sem leiddi til þess að um 500 urðu að fara í sóttkví og margir smituðust, segir Þórólfur. Öll smitin eru breska afbrigðið.

Þórólfur segir að búast megi við fleiri smitum á næstunni en vonandi verði þeir allir í sóttkví. Þeir átta sem greindust í gær tengjast allir klasasmitinu áðurnefnda. Um 2000 smit voru tekin í gær sem er óvenjulega mikið.

Meira smitandi og hættulegra afbrigði breiðist núna út í samfélaginu

Þórólfur segir að töluverð útbreiðsla sé komin á Covid-veirunni í samfélaginu sem er af völdum tveggja afbrigða af breska afbrigðinu. Þessi þróun veldur áhyggjum því þetta afbrigði er meira smitandi og veldur meiri veikindum í flestum aldurshópum.

Þórólfur bindur vonir við að með þeim hörðu aðgerðum sem gripið hefur verið til takist að koma böndum á faraldurinn fljótt, en það verði þó ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur.

Þórólfur segir að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum en það hefur verið gagnrýnt að leikskólum sé ekki lokað.

Bólusetningar með AstraZenica hefjast fljótlega aftur. Þórólfur segir að efnið veiti um 85% vörn og ekki síður hjá eldri borgurum en yngra fólki.  Til stendur að bólusetja eldri aldurshópa með AstraZenica og segir Þórólfur að þær aukaverkanir sem hafa greinst séu hjá yngri aldurshópum. Hann hvetur alla sem fá boð til að mæta í bólusetningu. Hann telur AstraZeneca vera virkt og öruggt bóluefni í aldurshópnum 70 ára og eldri.

Leggur ekki mat á hvort hárgreiðsla sé mikilvægari en sund

Í fyrirspurnum var Þórólfur spurður út í hvers vegna hárgreiðslustofur og snyrtistofur fái að halda áfram starfsemi en ekki sund og líkamsrækt, sem margir telji vera mikilvægari starfsemi.

Þórólfur svaraði því til að hann legði ekki mat á mikilvægi þessarar starfsemi. „Það eru meiri hópar sem koma saman á þessum stöðum heldur  en í þessari einstaklingstarfsemi. Þetta er ákveðið út frá sóttvarnalegum sjónarmiðum,“ segir Þórólfur.

Þórólfur var spurður út í mat á því hve margir af þeim sem eru í sóttkví (700) eigi eftir að smitast. Þórólfur sagðist ekki getað svarað til um það en hingað til hafi um 5% af þeim sem lenda í sóttkví smitast af veirunni.

Flestir sem hafa greinst undanfarið eru grunnskólanemendur kemur fram í svari við fyrirspurn um aldursamsetningu smitaðra núna.

Við hverja mega börn leika

Björn Ingi Hrafnsson spyr með hverjum börn megi leika sér við og hvort „búbblurnar“ ættu við áfram. Þórólfur svaraði því til að búbblurnar væru í gildi og 10 manna fjöldahámark og tveggja metra reglan gildi jafnt hjá börnum eins og fullorðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Í gær

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun
Fréttir
Í gær

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni