fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Myndbirting lögreglunnar veldur usla – „Hroka hjólagengið á Nesinu. Þeir telja sig yfir lög hafna“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 26. febrúar 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í dag sem hefur vakið mikla athygli og þó nokkuð umtal.

Þar deilir lögregla aðsendri mynd sem sýnir hjólreiðamenn hjóla á miðri götu á Eiðsgranda, þar sem er 50 km hámarkshraði.

Aðilinn sem sendi inn myndina vildi vita hvort þetta væri heimilt.

Lögregla svaraði því til að samkvæmt umferðarlögum skuli hjólreiðamenn að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennir umferð. Hins vegar megi þeir hjóla á miðri akrein á götum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 kílómetrar á klukkustund, en þá þurfi að gæta öryggis og halda hæfilegum hraða.

Á Eiðsgranda er hámarkshraði 50 km/klst svo óheimilt er þar að hjóla á miðri akrein.

Skiptar skoðanir

Í athugasemdum má sjá skiptar skoðanir á athæfinu, en færslan hefur fengið gífurleg viðbrögð. Tæplega átta hundruð hafa brugðist við færslunni, rúmlega tvö hundruð skrifað athugasemdir. Mörgum verður þar tíðrætt um frekju hjólreiðamanna og skeytingarleysi þeirra gagnvart bifreiðum. Eins taka þar til varna hjólavinir og benda á þá framkomu og tillitsleysi sem hjólreiðafólk má sæta í umferðinni.

Ein hjólreiðakona skrifar að hún muni halda áfram að hjóla á miðri akrein ef henni finnist það auka öryggi sitt þar sem ökumenn eigi það til að aka alltof nærri hjólreiðamönnum þegar þeir taka fram úr.

Margir benda á að aðilinn sem tók myndina hafi væntanlega sjálfur gerst brotlegur við umferðarlög þar sem óheimilt er að nota farsíma undir stýri.

Hroka gengi

Einn líkir hjólreiðamönnum á Seltjarnarnesi við gengi og skrifar:

„Þetta eru hroka hjólagengið á Nesinu. Þeir telja sig yfir lög hafna.“

Annar skrifar:

„Hjólreiðamönnum í latex galla er alveg sama hvað séu reglur og ekki, þeir laga eigin reglur við þau tækifæri sem henta hverju sinni“

Lögregla er einnig gagnrýnd fyrir færsluna. Einn skrifar

„Þið eruð með þessu að skapa hættu fyrir hjólreiðamenn og ættuð að skammast ykkar.“

 

Færsla lögreglunnar hefur einnig vakið athygli á Twitter. Einn tístari vekur athygli á færslunni og tilkynnir að lögreglan sé ekki með hjólreiðafólki í liði.

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, segir fráleitt af lögreglunni að birta aðsendu myndina, enda geti lögregla ekki vitað á hvaða hraða hjólreiðafólkið er.

Þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson, segir það slæmt að lögregla sé að búa til vettvang fyrir þær hræðilegu athugasemdir sem hafa verið skrifaðar undir færsluna á Facebook.

Einn tístari bendir á að hjólreiðafólk hjóli á miðri akrein því óþolinmóðir bílstjórar taki fram úr við fáranlegar aðstæður.

Sævar Helgi Bragason – Stjörnu Sævar lýsir hvernig það er að hjóla á höfuðborgarsvæðinu:

Ekki alfarið bannað og það er spandex en ekki latex

Færslan hefur einnig ratað inn á vefsíðuna hjolafrettir.is. Þar er bent á að hjólreiðafólk verði fyrir miklu hatri sem birtist vel í athugasemdum hjá lögreglunni.

„Lögreglan svarar því svo til að það sé ekki leyft og í athugasemdum sem fylgja fljúga fjölmörg fúkyrðin út í hjólreiðafólk og í raun má segja að þar birtist það mikla hatur sem hjólreiðafólk finnur oft fyrir frá þeim sem það deilir umferðarými með.“

Hjólafréttir benda á staðreyndir í málinu. Meðal þeirra er að fólkið á myndinni er keppnisfólk í hjólreiðum og hjóli Eiðsgrandann á 44 km/klst hraða. Eins sé það rangt hjá lögreglu að óheimilt sé að hjóla á miðri akrein því í lagatexta segi að halda eigi sig til hægri að jafnaði, ekki alltaf.

Eins vísa Hjólafréttir því á bug að hjólreiðafólk klæðist að jafnaði latex.

„Af ummælum við Facebook færslu lögreglunnar mætti ráða að flest hjólreiðafólk sé klætt í latex. Undirritaður hefur enn ekki rekist á hjólreiðafólk í latex-galla, en marga í spandexi.“

Mörgum þykir færsla lögreglunnar til þess fallin að draga úr öryggi hjólreiðafólks, en í athugasemdum og samfélagsmiðlum hafa nokkrir litið á færslu lögreglunnar sem frían passa til að jafnvel aka yfir hjólandi umferð, þó væntanlega sé ásetningurinn að baki slíkum yfirlýsingum harla einbeittur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það vinsælasta í vikunni – Mest lesnu fréttir DV.is

Það vinsælasta í vikunni – Mest lesnu fréttir DV.is
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálpaðu Sigmundi Davíð að finna rétta Icesave óskalagið hjá Sigga Hlö

Hjálpaðu Sigmundi Davíð að finna rétta Icesave óskalagið hjá Sigga Hlö
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mummi er svellkaldur sveitastrákur – Ég þekkti engan hinsegin þegar ég var að alast upp

Mummi er svellkaldur sveitastrákur – Ég þekkti engan hinsegin þegar ég var að alast upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt