fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dæmdur fyrir kynferðisbrot á sambýli – Tók nektarmyndir af íbúa og dreifði

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 22:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður sambýlis á höfuðborgarsvæðinu var í lok síðustu viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, brot í opinberu starfi og líflátshótanir. Skulu þrír mánuðir af sex vera skilorðsbundnir.

Líkt og DV greindi frá um miðjan október var karlmaðurinn ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa tekið upp myndskeið af nöktum íbúa á sambýli þar sem hann starfaði og sent öðrum myndbandið í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Sjá nánar: Segja starfsmann sambýlis í Reykjavík hafa sent myndband af nöktum vistmanni á Snapchat

Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa hótað þessum sama viðtakanda með eftirfarandi skilaboðum:

a. „Ég er líka að fara að berja þig svo alvarlega“
b. „Ég er búinn að hringja líka í fólk […] minn“
c. „Passaðu þig“
d. „Ef þú ætlar að jarða mitt mannorð þar sem ég hef reynt að standa mig eins og ég get, þá mun ég gjörsamlega ganga frá þér“
e. „Horfðu á bak við þig hvert sem þú ferð […]“
f. „Ég er að fara að berja þig í klessu“

Maðurinn játaði brot sín hvað varðar skilaboðin sem koma fram í a, d og f lið hér að ofan, en sagði að hin skilaboðin gætu ekki talist hótanir í skilningi laga og neitaði því sök er kom að þeim. Í dómnum segir hins vegar að í samhengi samtals þeirra og annarra skilaboða og út frá efnislegri merkingu hvers og eins skeytis fyrir sig að þau hafi verið beint og óbeint til þess fallin að vekja ótta hjá viðtakanda um líf sitt, heilbrigði eða velferð.

Dómari gaf lítið fyrir varnirnar

Hvað varðaði myndbandsupptökuna bar maðurinn því fyrir sig að þau lög sem ákæra saksóknara byggði á hefðu ekki verið í gildi er brotið var framið og sökum banns við afturvirkni laga mætti ekki refsa honum vegna þeirra brota. Dómurinn gaf reyndar lítið fyrir þær varnir.

Maðurinn byggði jafnframt vörn sína á því að skortur á huglægri vitneskju brotaþola um háttsemina vegna fötlun einstaklingsins og óvissa um hvort hann gerði sér grein fyrir téðu myndefni og sendingu þess hafi haft þýðingu fyrir úrlausn málsins, enda sé skilyrði fyrir saknæmi athæfisins að blygðunarkennd brotaþola hafi verið særð. Ekki er að sjá að þær varnir hafi heldur hreyft við dómaranum.

Meðal vitna sem leidd voru fyrir dóm í málinu var móttakandi myndskeiðsins á Snapchat sem sagðist jafnframt hafa fengið eftirfarandi skilaboð með myndbandinu: „Mátt ekki sýna neinum gæti verið rekinn.“

Í dómnum segir jafnframt að maðurinn hafi áður verið sakfelldur fyrir brot. Er fíkniefnalagabrot sem maðurinn var dæmdur fyrir í júní á þessu ári nefnt í því samhengi. Mun hann hafa þá fengið 30 daga skilorðsbundinn dóm og hefur maðurinn því nú gerst brotlegur við það skilorð.

Segir jafnframt í dómnum: „Við ákvörðun refsingar ákærða ber einnig að líta til þess að brot samkvæmt 1. ákærulið fól í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs og beindist gegn brotaþola sem er minni máttar vegna fötlunar. Að auki liggur fyrir að það brot var framið innan vébanda heimilis brotaþola í aðstæðum þar sem hann átti að njóta verndar og tryggrar umönnunar.“

Þótti, sem fyrr segir, hæfilegt að dæma manninn til 6 mánaða fangelsis og að skilorðsbinda þrjá þeirra til tveggja ára. Þá þarf maðurinn að greiða annan sakarkostnað, málsvarnarlaun verjanda síns og brotaþola sínum 400 þúsund í miskabætur.

Dóminn má sjá hér í heilu lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“