fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Hjónin Sigurjón og Þórkatla sögð höfuðpaurarnir í umfangsmiklum skatta- og bókhaldsbrotum Brotafls og Kraftbindinga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. desember 2021 15:07

Brotafl kom að uppbyggingu fangelsisins á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm einstaklingum vegna stórfelldra skatta- og bókhaldsbrota sem og grun um peningaþvætti. Brot einstaklinganna tengjast fyrirtækjunum Brotafli og Kraftbindingum en hin meintu brot hlutu mikla athygli fjölmiðla fyrir rúmum fimm árum í kjölfar umfjöllunar Fréttatímans. Í umfjölluninni kom fram að forsvarsmenn fyrirtækjanna sættu rannsókn fyrir áðurnefnd auðgunarbrot en einnig mögulegt mansal á erlendu verkafólki sem var þó ekki ákært fyrir.

Höfuðpaurar málsins eru sögð hjónin Sigurjón G. Halldórsson og Þórkatla Ragnarsdóttir, sem voru framkvæmdastjórar Brotafls. Þau eru ákærð fyrir að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum, rangfæra bókhald félagsins og peningaþvætti upp á að lágmarki 64 milljónir. Um tíma þurftu hjónin að sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Þá voru stjórnarmaður Kraftbindinga og framkvæmdastjóri félagsins, bræðurnir Konráð Þór og Róbert Páll Lárussynir, ákærðir fyrir sömu brot á skattalögum, að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum, rangfæra bókhald félagsins og peningaþvætti. Brot þeirra nema 87 milljónum króna. Sá síðarnefndi er tengdasonur Sigurjóns og Þórkötlu.

Þá er Kristján Þórisson ákærður fyrir að hafa aðstoðað hjónin með útgáfu rangra og tilhæfulausra reikninga í nafni fjögurra félaga sem hann var í forsvari fyrir. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og öðrum ávinnings að fjárhæð að lágmarki 152 milljónum króna og allt að 763 milljónum króna með útgáfu sölureikninga á hendur Brotafli og Kraftbindinga.

Ákæran á hendur fimmmenningunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.

Eftir mikla umfjöllun um fyrirtækin og forsvarsmenn þeirra vakti talsverða athygli árið 2017 þegar nýtt fyrirtæki í eigu Sigurjóns og Þórkötlu varð hlutskarpast í útboði um stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar – Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Í umfjöllun DV á sínum tíma kom fram að gríðarleg óánægja gaus upp meðal samkeppnisaðila um að aðilar með sviðna jörð eftir sig gætu óáreittir stofnað ný fyrirtæki og fengið stór verkefni hjá opinberum aðilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“