fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Áslaug Arna með Covid – Þórdís Kolbrún í sóttkví

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. desember 2021 11:59

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra,  greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi greinst með Covid-19.

„Í gær fór ég einkennalaus í PCR próf vegna ríkisstjórnarfundar og fékk jákvæða niðurstöðu. Nú reynir á mig að hafa það náðugt með sjálfri mér næstu 10 daga. Ljóst er að smitin eru mörg en veikindin sem betur fer fátíðari. Ég vona að sá hópur sem ekki finnur fyrir þessum smitum fari stækkandi og á nýju ári getum við farið að horfa til eðlilegri tíma,“ skrifar ráðherrann á Facebook-síðu sína.

Nánast á sama tíma greindi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra frá því að hún væri í einangrun vegna smita í fjölskyldunni.

Ljóst er að kórónuveiran hefur leikið ríkisstjórn Íslands grátt síðustu daga en í gær var greint frá því að  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra væri smitaður.

 

Færsla Áslaugar Örnu:

Færsla Þórdísar Kolbrúnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga