fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Ríkið hefur greitt 240 milljónir fyrir hraðpróf á 10 vikum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu mánaðamót höfðu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greitt einkaaðilum 240 milljónir króna fyrir hraðpróf vegna kórónuveirunnar. Greiðslurnar byggjast á reglugerð, sem Svandís Svavarsdóttir þáverandi heilbrigðisráðherra, setti í september um greiðslu SÍ fyrir töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá 20. september.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Í tilkynningu, sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér þann 17. september segir: „Markmiðið er að auka aðgengi almennings að hraðprófum þar sem fleiri aðilum verður kleift að bjóða þessa þjónustu, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna.“

Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins höfðu SÍ greitt um 240 milljónir króna í lok nóvember fyrir hraðpróf. Þetta eru greiðslur fyrir 10 vikur.

Þeir einkaaðilar sem hafa fengið þessar greiðslur eru á BSÍ, í Kringlunni, á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, á Aðalgötu í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sér um hraðpróf við Suðurlandsbraut og sýnatökur eru á heilbrigðisstofnunum um allt land. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að kostnaður stofnunarinnar í heild við allar sýnatökur á flugvelli og á Suðurlandsbraut hafi verið um 460 milljónir á fyrstu 10 mánuðum ársins.

„Hraðgreiningarprófum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Við tókum 26 þúsund sýni á mánuði í júlí og ágúst en síðan þá er aukning og núna förum við stundum yfir sex þúsund sýnatökur á dag,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“