fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Sauð upp úr í Hagkaupum Spönginni í gærkvöld – Afgreiðslustúlka alblóðug eftir árás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til átaka kom í Hagkaupum Spönginni í gærkvöld upp úr klukkan 19. Að sögn sjónvarvotts var hópur ungmenna, líklega á aldrinum 18 til 20 ára, með dólgslæti inni í versluninni. Einn mannanna hafði sig mest í frammi, sem og kærasta hans, sem öskraði og lét öllum illum látum.

„Ég á erfitt með að sjá aldur á fólki, ég myndi samt skjóta á að þetta hafi verið fólk á aldrinum 18 til 20 ára. Það var einn sem hafði sig mest í frammi, var alveg brjálaður,“ segir maðurinn í samtali við DV.

Sjónarvottur segir að atburðarásin hafi verið nokkuð ruglingsleg en hann varð engu að síður vitni að því að þrír menn náðu að snúa niður árásarmanninn og yfirbuga hann. Sjónarvotturinn sá jafnframt að afgreiðslustúlka á staðnum var alblóðug eftir árás mannsins.

Sjónarvotturinn sá einnig lögreglubíl og sjúkrabíl á vettvangi skömmu áður en hann yfirgaf svæðið.

DV hafði samband við Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón á Lögreglustöð 4. „Málið er í rannsókn, við erum að safna gögnum og meira get ég ekki sagt í bili,“ sagði Agnes og vildi ekki gefa upplýsingar um hve margir hefðu verið handteknir vegna málsins né um áverka á fólki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað