fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Fréttir

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Sigurjónsson, sem hefur hlotið viðurnefnið „Snapchat-perri“ eftir látlausa áreitni sína við börn í gegnum samskiptaforritið Snapchat, hefur farið hamförum í alræmdu framferði sínu undanfarið og herjað á mörg börn í sama árganginum (8. bekkur) í sama skólanum á höfuðborgarsvæðinu. Móðir 13 ára stúlku sem varð fyrir áreitni Harðar fyrir skömmu hefur tilkynnt málið til lögreglu og leggur fram kæru á morgun (fimmtudag). Dóttir hennar mun gefa skýrslu í Barnahúsi.

Móðirin lofar viðbrögð lögreglu í samtali við DV en afar hratt var brugðist við tilkynningu hennar, henni útvegaður réttargæslumaður í snatri, hún látin fylla út formlega tilkynningu og mun hún leggja fram kæru á morgun ásamt foreldrum þriggja annarra barna. Umrædd kona hafði áður varað dóttur sína við Herði og voru viðbrögð barnsins við áreitni Harðar í samræmi við það en þau má sjá á skjáskotinu hér að neðan:

 

Hörður notast þarna við nafnið „Karl Jónsson“ en fyrir skömmu gekk hann undir nafninu „Magnús Guðmundsson“ á Snapchat. DV hefur öruggar heimildir fyrir því að maðurinn á bak við aðganginn Karl Jónsson sé Hörður.

Móðirin skynjaði á viðbrögðum lögreglu að það vanti kærur gegn Herði. Börn haldi því yfirleitt leyndu að hann hafi áreitt þau því þau skammist sín fyrir að hafa samþykkt vinabeiðni hans á Snapchat. Vinabeiðnir á Snapchat birtist með svipuðum hætti og vinaábendingar á Facebook, undir orðunum „quick add“. Þar sem Hörður notast við algeng mannanöfn halda krakkarnir að þetta sé einhver sem þau eigi að kannast við enda er hann þegar orðinn sameiginlegur vinur annarra barna sem þau þekkja þegar hann sendir þeim vinabeiðni.

Svo vill til að þessi kona starfar í skóla þar sem fjöldi barna virðist hafa orðið fyrir áreitni Harðar á Snapchat-forritinu og það sem sést á skjáskotinu hér að ofan er afar milt miðað við hroðann sem sum önnur börn hafa fengið frá honum. Segir konan að meðal annar sé um að ræða myndir af getnaðarlimi hans og svæsnar klámmyndir, meðal annars af endaþarmsmökum. Dælir hann oft bæði klámyrðum og klámmyndum yfir börnin um leið og þau hafa samþykkt hann og hann hefur náð sambandi við þau.

Skólinn sendi út tilkynningu

Ljóst er að lögreglan bregst hratt við tilkynningum um Hörð og telur konan sem DV ræddi við mikilvægt að foreldrar sem flestra barna sem orðið hafa fyrir barðinu á Herði undanfarið tilkynni til lögreglu og leggi fram kæru í kjölfarið.

Hörður var handtekinn í vor vegna gruns um áreitni við fimm börn. Hann var látinn laus að loknum yfirheyrslum. Hann hélt áreitninni hins vegar látlaust áfram en það hefur virst skorta upp á að áreitnin sé kærð. Foreldrar barna í skólanum sem hér um ræðir virðast hafa vaknað til vitundar um hvað er í gangi og má búast við fjölda kæra á hendur Herði vegna áreitni á næstunni. Er DV ræddi við Ævar Pálma Pálmason,aðstoðaryfirlögregluþjón hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þann 18. nóvember síðastliðinn, kom fram að rannsókn á meintum afbrotum Harðar frá því í vor væri á lokametrunum.

Eins og kom fram í umfjöllun DV um Hörð í júní síðastliðnum starfaði hann sem rannsóknarlögreglumaður áður fyrr en hvarf síðan í undirheimana. Hann var handtekinn fyrir stórfellt kókaínsmygl í Argentínu árið 2009. Árið 2006 var hann einn af þeim sem reyndu að hitta 13 gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættinum Kompás.

„Það eina sem henni fannst dálítið „scary“ var að hann skuli hafa verið lögreglumaður,“ segir móðirin. Þar sem dóttir hennar hafi áður verið vöruð við Herði hafi hún ekki fyllst skelfingu við áreitni hans. En henni hafi þótt ógnvænlegt að svona maður hafi áður verið lögreglumaður. „Við vorum sem betur fer búnar að tala um hann áður, ég var búin að segja henni frá þessum manni og hún gerði það eina sem var rétt í þessari stöðu, tók screenshot,“ segir konan sem vonast til að sem flest börn sem verða fyrir áreitni Harðar segi foreldrum sínum frá því og að foreldrarnir hafi samband við lögreglu.

„Það sem hefur vantað er umræða milli foreldra, þau vita ekki af þessu, þau vita bara að hann er að senda einhverjum börnum en þau vita ekki að það eru þeirra börn,“ segir konan ennfremur, en nú bendir flest til að foreldrar barna í þessum skólaárangri séu að vakna til vitundar um hvað er í gangi. Kærum gegn Herði „Snapchat-perra“ gæti rignt inn til lögreglu á næstunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð
Fréttir
Í gær

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda