fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Snapchat-perrinn er Kompásperrinn Hörður – Fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og fjögurra ára gamall maður, Hörður Sigurjónsson, hefur verið handtekinn, grunaður um að klæmast við börn á samfélagsmiðlum og reyna að fá barnungar stúlkur til að hitta sig og stunda með sér kynlíf. Stöð 2 og Vísir.is greina frá handtökunni.

Hörður er grunaður um að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig.

Hörður hefur undanfarið verið uppnefndur Snapchat-perrinn, en DV greindi frá athæfi hans fyrir skömmu og sagði frá því hvernig móðir ein veiddi hann í gildru.

Sjá einnig: Íslensk móðir veiddi Snapchat-perra í gildru

Deda Oddsdóttir frétti af Herði í gegnum son sinn á unglingsaldri en vinkonur sonarins höfðu lent í honum. Deda ákvað þá að grípa til sinna ráða og kanna nákvæmlega hvernig samskipti maðurinn var að eiga við ólögráða börn. Hún vingaðist við hann á Snapchat og þóttist vera 16 ára stúlka.

„Sonur minn er að verða 15 ára, vinkona hans var að ræða við hann um þennan mann, hvað hann var að senda henni og ég eiginlega bað hann um að gefa mér notendanafnið til að fá spjalla við hann sjálf,“ sagði Deda í samtali við DV.

Hún segir það hafa verið mjög óþægilegt að eiga í þessum samskiptum vitandi það að maðurinn taldi sig vera að tala við barn. Frænka hennar spilaði sama leikinn en gekk þó nokkru lengra og sagðist vera 7 ára gömul. Það virtist heldur ekki stöðva manninn, sem var mjög klámfenginn og reyndi sitt ýtrasta til að fá viðmælandann til að hitta sig.

Lenti í tálbeitugildru Kompáss árið 2006

Hörður hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis, fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnabrot. Hann var einn af þeim sem reyndu að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættinum Kompás árið 2006.

Í nóvember árið 2009 mátti síðan lesa á Vísir.is frétt undir fyrirsögninni „Kompásperri handtekinn með fíkniefni í Argentínu.“ Þar kemur fram að Hörður hafi verið handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires með rúmlega fimm kíló af kókaíni.

Í þeirri frétt kemur einnig fram að Hörður starfaði áður sem rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra. Eftir að hann lét af störfum hafi tekið að halla undan fæti hjá honum, segir í fréttinni.

Fyrir utan að senda börnum mjög klámfengin textaskilaboð hefur Hörður sent þeim myndir af kynfærum sínum eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, en henni hefur að sjálfsögðu verið breytt af siðsemisástæðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“