fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kattavinir stofni kattaframboð á Akureyri – Mjálmi burt hatursfulla bæjarfulltrúa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. nóvember 2021 22:00

Ónefndur köttur og Snorri Ásmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er einn þeirra sem að nær ekki upp í nef sér að hneykslan yfir þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar að leggja bann við lausagöngu katta í bænum, Ásamt skoðanasystkinum sínum hyggst Snorri snúa vörn í sókn og skipuleggja kattaframboð fyrir norðan þar sem markmiðið er að mjálma hatursfulla bæjarfulltrúa frá völdum.

Í síðustu viku  samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að banna lausagöngu katta í bænum frá 1.janúar 2025. Sjö bæjarfulltrúar samþykktu bannið. Fjórir voru á móti. Óhætt er að segja að ákvörðunin sé umdeild og hafa vinir hinna loðnu ferfætlinga keppst við að fordæma hana.

Einn þeirra er listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem ætlar að ganga lengra og skipuleggja sérstakt kattaframboð fyrir sveitastjórnarkosningar á næsta ári.

„Kettir hafa vissulega ekki kennitölu eins og mannfólk, en hugmyndin er að eigendur kattanna láni þeim kennitölu sína til að þeir verði kjörgengir. Akureyri er sannkallaður kattabær og þeir ættu að vera stolt Akureyringa. Kattalífið á Akureyri er afar heillandi og það fylgir því að ganga um götur bæjarins að rekast á ketti að leik,“ skrifar listamaðurinn í fréttatilkynningu.

Í henni kemur fram að eitt af baráttumálum framboðsins verði að skipta fasískum erni út úr lógó bæjarins en þess í stað taki glaðlyndur köttur þann sess. Þegar sé byrjað að vinna tillögur að nýju lógói sem byggist á þessari hugmynd.

„Kattaframboðið harmar illt innræti bæjarfulltrúa Akureyrar og illt og hatursfullt umtal. Kettir eru ekki bara ein skemmtilegustu dýr á jörðinni heldur þau þrifalegustu. Kötturinn er dýr Freyju og nornir voru alltaf með ketti og þær voru brenndar á báli fyrir þekkingu sem ógnaði feðraveldinu og þetta hatur á köttunum fyrir norðan er í raun hatur feðraveldisins á konum og á því sem ekki er hægt að stjórna eins og kettir. Mættu margt mannfólk taka ketti til fyrirmyndar frekar enn að níða þá. Hingað og ekki lengra, nú er komið nóg af hatri,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Kynningarfundur framboðsins fer fram þriðjudaginn 16. nóvember á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum