fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÁTVR auglýsti í síðasta mánuði eftir nýju verslunarplássi fyrir nýja verslun í miðborg Reykjavíkur með það fyrir augunum að loka vínbúðinni á Austurstræti.

Nokkrar staðsetningar komu til greina, þeirra á meðal Kirkjusandur, Grandi, Hallveigarstígur og JL-húsið á Hringbraut. Meðal þeirra skilyrða sem sett voru fram í útboðslýsingu var að næg bílastæði væru til boða fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

ÁTVR greindi svo frá því í dag að húsnæði á Fiskislóð á Granda hafi verið það eina sem stóðst kröfur ríkisfyrirtækisins og því stæði til að ganga til samninga við eigendur húsnæðisins þar.

Þessi áform hafa ekki lagst vel í landsmenn sem benda á að Fiskislóð verði seint kölluð miðsvæðis í miðborginni.

Fyrrum borgarfulltrúinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir gerði könnun meðal Íslendinga á Twitter fyrir rúmri viku um hvaða staðsetning væri ákjósanlegust. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vildi fólk síður en svo fá vínbúðina út á Granda.

Hins vegar er rétt að minnast þess að tilgangur ÁTVR frá upphafi var sá að takmarka aðgengi Íslendinga að áfengi og á þeirri hugmynd að það væri best fyrir samfélagið að sem minnst seljist af áfengi og neysla sé í hófi.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, skrifar í formála bókarinnar Engin venjuleg verslun:

„Íslendingar sem á sínum tíma voru í verulegum vandræðum með að höndla neyslu áfengis, hafa náð miklum árangri með aðhaldssamri áfengisstefnu. Áfengisneysla á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Eftir því er tekið í samfélagi þjóðanna.“ 

Engu að síður virðast Íslendingar ekki sáttir með áætlanir um að færa vínbúðina á Austurstræti út á Granda. Það henti illa bíllausum lífsstíl, en það séu einmitt helst miðbæjarbúar sem séu bíllausir.

Aðrir hafa bent á að Grandinn sé fremur iðnaðarsvæði heldur en raunverulegur hluti miðborgarlífsins og hafa menn jafnvel velt fyrir sér, þar sem ÁTVR er í eigu ríkisins, hvort ætlunin sé að liðka fyrir einkarekstri í áfengissölu. Eins hefur verið bent á að þetta komi sér illa fyrir ferðamenn sem þurfi þá að fara alla leið á Granda til að kaupa sér kippu af bjór.

Svo eru þeir sem neita að viðurkenna Granda sem hluta af miðborginni. Örvæntingarfullir miðborgarbúar hafa stungið upp á því í dag að ríkisstjórnin, eða borgarstjórn, grípi inn í þetta ástand og komi í veg fyrir þessa framkvæmd, jú eða samþykki að selja áfengi í matvöruverslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag