fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Jörðin springur í Rússlandi og engin veit hvað veldur því

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 09:00

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir eru margir metrar á breidd og enn dýpri og hafa valdið vísindamönnum um allan heim heilabrotum. Hér er um að ræða risastóra gíga sem hafa myndast í rússnesku túndrunni. Ekki er vitað með vissu hvað veldur því að þessir stóru gígar myndast en líklega koma loftslagsbreytingarnar þar við sögu.

Gígarnir myndast við sprengingar neðanjarðar. Sprengiefnið er metan sem hefur legið í jörðinni í óratíma vegna sífrerans en nú leitar það upp því hækkandi hitastig á heimskautasvæðum í Síberíu veldur því að sífrerinn þiðnar.

Fyrstu gígarnri uppgötvuðust 2014 þegar þyrla flaug fyrir tilviljun yfir túndruna. Síðan hafa 17 gígar fundist. Sá nýjasti hefur fengið heitið C17 en hann er 25 metrar í þvermál og 33 metrar á dýpt. Hann er á Yamalskaga.

Vitað er að sprengingarnar verða af völdum metans sem leitar skyndilega upp á við af því að sífrerinn þiðnar. En enginn veit af hverju metanið springur.

Svipaðir hlutir hafa gerst annars staðar þar sem ís hefur bráðnað, meðal annars á Grænlandi en þó hafa ekki orðið viðlíka sprengingar og hafa orðið í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu