fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fangelsisdómur blasir við fyrrum framkvæmdastjóra – Sagður hafa vanrækt að borga rimlagjöldin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. nóvember 2021 16:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum við rekstur tveggja fyrirtækja og fyrir peningaþvætti. Er maðurinn sagður hafa vanrækt að standa skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélags um nokkurra mánaða skil á tímabilinu 2017 til 2019. Samanlagt eru svikin þar sögð nema um sjö og hálfri milljón.

Þá er hann jafnframt sagður hafa vanrækt að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti við rekstur þess sama fyrirtækis sem nam samkvæmt áætlunum Skattsins tæpum 14 milljónum á árunum 2017 og 2018.

Úr ákærunni má lesa að árið 2019 hafi maðurinn snúið sér að öðru fyrirtæki en haft uppi sama háttalag, þ.e. að skila ekki inn virðisauka- og staðgreiðsluskilagreinum samkvæmt reglum þar um.

Árið 2019 er hann sagður hafa vanrækt að greiða samtals 1,4 milljón í staðgreiðsluskatt til hins opinbera og aðrar 13 milljónir í innheimtan virðisaukaskatt.

Samanlagt námu þannig meint skattsvik mannsins samkvæmt ákærunni rúmum 35 milljónum.

Málið var þingfest nú í nýliðinni viku og er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni