fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Sló ræðulengdarmet í fulltrúadeildinni í nótt

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 17:00

Kevin McCarthy mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin McCarthy, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gerði sér lítið fyrir og sló ræðulengdarmet neðri deildar nú nýliðna nótt. Hóf Kevin ræðuhald sitt klukkan 8:38 í gærkvöldi í Washingtonborg og lauk ekki máli sínu fyrr en snemma á föstudagsmorgun. Samtals talaði Kevin í átta klukkustundir og 32 mínútur. Sló Kevin þar með met pólitísks andstæðings síns, Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildarinnar, síðan 2018, sem þá talaði í rétt rúmar átta klukkustundir og þá um innflytjendamál.

Til umræðu var 1.900.000.000.000 dala fjárlagafrumvarp, sem er jafnframt ein megin stoð efnahagsáætlunar Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Málið er enn til umræðu í neðri deildinni en búist er við að það verði samþykkt þar í dag. Þingskapareglur um ræðutíma og meðferð eru talsvert stífar í neðri deildinni en þeirri efri, enda 435 þingmenn þar saman komnir. Samþykkir fulltrúadeildin frumvarpið fer það til efri deildarinnar, öldungadeildarinnar, sem þarf þá að samþykkja sama frumvarp. Í öldungadeildinni sitja aðeins 100 þingmenn. Sökum fæðarinnar þar samanborið við í fulltrúadeildinni eru reglur þar rýmri og maraþon ræður eins og sú sem Kevin flutti síðastliðna nótt töluvert algengari.

Samþykkja báðar deildir frumvarpið fer það á borð forsetans sem ýmist samþykkir þau eða synjar.

Stormræðu Kevins má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Í gær

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald