fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 05:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður einn reyndi að stinga lögregluna af í nótt en var handtekinn eftir skammvinna eftirför. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, akstur sviptur ökuréttindum og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar.

Í vesturhluta borgarinnar var tilkynnt um innbrot og þjófnað á gististað en þaðan var verkfærum stolið. Maður var handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um líkamsárás og er málið í rannsókn.

Einn var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og annar var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Kvartað var undan ungmennum við Egilshöll og ógnandi hegðun þeirra. Þetta hefur verið ítrekað vandamál síðustu daga.

Tilkynnt var um tvö þjófnaðarmál í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í öðru þeirra komst þjófurinn undan og í hinu hefur lögreglan ákveðinn aðila grunaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga