fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tveir menn fengu stungusár í átökum í Garðabæ – Mikill erill hjá lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 07:44

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt. Var mikið um hávaðakvartanir og náði lögregla ekki að sinna þeim öllum vegna anna.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu en í færslum fyrir kvöldið og nóttina ber töluvert á ofbeldismálum.

Rán var framið í verslun í hverfi 105 í Reykjavík og náði maðurinn að hafa á brott með sér peninga er hann hljóp úr úr versluninni. Málið er í rannsókn.

Slagsmál brutust út á milli manna í Garðabæ sem enduðu með því að tveir mennirnir hlutu stungusár. Voru tveir handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa. Mennirnir sem hlutu stungusár voru fluttir á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Þeir eru ekki lífshættulega slasaðir. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi vegna eignaspjalla. Þegar lögregla var að flytja manninn í fangaklefa réðst hann á lögreglumann og skallaði hann í andlitið ásamt því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Maður var handteknin í Grafarvogi eftir að hafa ráðist á mann og rotað hann. Þegar lögregla var að ræða við manninn réðst hann á lögreglumann og kýldi hann í andlitið. Var maðurinn vistaður í fangaklefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ