fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vendingar í Kebabbrunamálinu í Keflavík – Grunaður um að hafa kveikt í staðnum sjálfur og Sjóvá neitar að borga

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 07:00

Veitingastaðurinn stóð við Hafnargötu 32 mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan karlmann úr Reykjanesbæ fyrir brennu, að hafa skapað almannahættu og eignatjón og tilraun til fjársvika en í ákæru er manninum gefið að sök að hafa lagt elda að kjötstandi og grilli á veitingastað í hans eigu.

Þann 21. janúar á síðasta ári var slökkviliðið kallað til að Hafnargötu 32 í Reykjanesbæ. „Talið er næsta víst að eldurinn hafi kviknað út frá eldamennsku og þá líklega djúpsteikingu en lögregla rannsakar nú vettvang,“ sagði í frétt Fréttablaðsins um málið. Rúma klukkustund tók að slökkva eldinn, og tók maðurinn sjálfur þátt í því starfi. Svo fór að endingu að eigandinn var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Í ákæru héraðssaksóknara er maðurinn sagður hafa hellt eldhvetjandi efni á svæðin þar sem eldurinn kom upp, „á tveimur aðskildum stöðum í húsnæðinu.“ Annars vegar undir hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborði og hins vegar undir borði við kjötstand og grill kebabstaðarins.

„Með athæfi sínu olli ákærði eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið réð niðurlögum eldsins,“ segir í ákærunni.

Þá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar haft uppi kröfur um greiðslu bóta vegna tjóns sem hlaust af brunanum sem hann átti ekki rétt á. Segir í ákærunni að Sjóvá hafi hafnað greiðslu bótanna, og vísað til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þingfesting málsins er á dagskrá Héraðsdóms Reykjaness þann 16. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“