fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
EyjanFréttir

Orðið á götunni: Ritstjóratíð Davíðs lýkur senn – Arftakinn á næstu blaðsíðu

Eyjan
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 22:00

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson tók við sem ritstjóri Morgunblaðsins í september 2009 ásamt Haraldi Johannessyni. Hann hefur því gegnt starfinu í rúm 12 ár, sem er örlítið skemmri tími en þau 13 ár sem hann sat í embætti sem forsætisráðherra þjóðarinnar.

Ákveðin hefð hafði myndast fyrir því að ritstjórar Morgunblaðsins myndu láta af störfum þegar 70 ára afmælinu væri náð. Það gilti um bæði Matth­ías Johann­es­sen og Styrmir Gunn­ars­son, sem stýrðu blaðinu ára­tugum sam­an, sem hættu þegar þeir urðu sjö­tugir eða í lok þess árs.

Davíð rauf þá hefð og tilkynnti á sjötugsafmæli sínu þann 17. janúar 2018 að hann ætlaði ekki að setjast í helgan stein að sinni. En ekki einu sinni einn af áhrifamestu Íslendingum lýðveldissögunnar fær stöðvað tímans þunga nið. Davíð verður 74 ára gamall í janúar á næsta ári og því þarf kannski ekki vera spámannlega vaxinn til að að varpa því fram að nú styttist óðum í að hann láti af störfum.

Samkvæmt heimildum Orðsins rennur starfssamingur Davíðs við Árvakur út um áramótin og allar líkur eru á því að báðir aðilar séu sáttir við að setja punktinn við samstarfið á þeim tímamótum.

Athygli vakti að í Staksteinum Morgunblaðsins í dag hnýtti höfundur dálksins, sem að öllum líkindum er Davíð sjálfur, í  Joe Biden Bandaríkjaforseta sem og auðvitað ESB eins og vant er.

Á næstu síðu gátu lesendur Morgunblaðsins síðan lesið aðsenda grein Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann tók upp þráðinn úr Staksteinum og fór hörðum orðum um byrjun valdatíðar Bandaríkjaforseta. Þá vildi Óli Björn meina að slæleg frammistaða Biden væru að opna dyrnar fyrir endurkjöri Donald Trump árið 2024.

Óli Björn Kárason

Þessi samhljómur er athyglisverður í ljósi þess að Óli Björn er af mörgum talinn vera líklegasti arftaki Davíðs í ritstjórastól Morgunblaðsins. Stjórnmálaskoðanir hans eru eigendum Árvakurs að sjálfsögðu að skapi en ekki skemmir fyrir gríðarleg reynsla Óla Björns af fjölmiðlum. Hann var meðal annars blaðamaður á Morgunblaðinu á árum áður, stofnandi, útgefandi og ritstjóri Viðskiptablaðsins, útvarpsmaður á Bylgjunni og útgefandi og ritstjóri Þjóðmála. Þá hlýtur krúnudjásnið á starfsferlinum að vera það að hann ritstýrði flaggskipi íslenskrar fjölmiðlunnar, DV, um fjögurra ára skeið.

Ekkert er þó grafið í stein í þessum efnum en ljóst er að fljótlega mun draga til tíðinda í Hádegismóum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“