fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ölvaður og réttindalaus ökumaður valdur að fimm bíla árekstri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 05:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 18 í gær varð fimm bíla árekstur í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Tjónvaldurinn var handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. Hann var vistaður í fangageymslu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl.

Um klukkan 23 var ung kona í annarlegu ástandi handtekin í Miðborginni en ítrekað hafði verið tilkynnt um konuna vegna þess hversu slæmu ástandi hún var í. Lögreglumenn reyndu að aka henni heim en það tókst ekki og var hún því vistuð í fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt var ungur maður í annarlegu ástandi handtekinn í Hlíðahverfi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn síðdegis í gær grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa