fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Fjórir starfsmenn grunnskóla kærðir fyrir brot gegn barni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 07:59

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú kæru á hendur kennara og þremur starfsmönnum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru kærðir fyrir meint brot á hegningarlögum og barnalögum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að barnið hafi að minnsta kosti tvisvar verið lokað eitt inni í skólanum.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að embættinu hafi borist kæra varðandi ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að rannsókn væri hafin en ekki verði veittar frekari upplýsingar um gang hennar að svo komnu máli.

Umboðsmaður Alþingis er nú að skoða mál er varða innilokanir barna og aðskilnað þeirra frá samnemendum sínum. Hann ítrekaði fyrirspurn sína frá því í fyrr í síðasta mánuði til menntamálaráðuneytisins og fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri um mál af þessu tagi. Umboðsmanni höfðu borist ábendingar um slík mál. Frestur til að svara umboðsmanni rann út í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa