fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Í vímu og ók á hross

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 05:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var ekið á hross á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hrossið slasaðist mikið. Fleiri hross voru á akbrautinni og sáust þau að sögn mjög illa. Þau voru rekin í girðingu.

Á tíunda tímanum var ökumaður handtekinn í Laugarneshverfi eftir að lögreglumenn sáu þegar hann bakkaði á kyrrstæða bifreið og ók síðan af vettvangi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í Hlíðahverfi var maður handtekinn á tíunda tímanum en hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um eignaspjöll (rúðubrot). Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Álftanesvegi síðdegis í gær en hraði bifreiðarinnar, sem hann ók, mældist 113 km/klst en leyfður hámarkshraði er 70 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump með George Soros í sigtinu

Trump með George Soros í sigtinu
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“