fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan meinaði Sigga Hakkara að velja Húnboga – Lögmannafélagið skoðar málið – „Trúnaðarskyldan gerð að engu með svona fíflalátum“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 27. október 2021 13:50

Sigurður Þórðarson í Héraðsdómi Reykjaness. mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu synjaði í lok september Sigurði Inga Þórðarsyni, eða Sigga hakkara, að fá Húnboga J. Andersen skipaðan sem verjanda sinn. Húnbogi hafði þá verið verjandi Sigurðar á meðan á rannsókn málsins stóð, en hún teygir sig, samkvæmt heimildum DV, aftur til mars á þessu ári hið minnsta. Lögmannafélag Íslands er með málið til skoðunar.

Þegar Sigurður var svo handtekinn þann 23. september síðastliðinn sóttist hann eftir því að fá Húnboga formlega skipaðan sem verjanda. Lögreglan kvaðst þá ekki geta orðið við þeirri ósk enda væri Húnbogi á vitnalista lögreglu í málinu. Þess í stað fékk Sigurður skipaðan lögmann tilnefndan af lögreglunni.

Málið fór því næst fyrir dómstóla og staðfesti héraðsdómur sem og Landsréttur synjun lögreglu um skipan Húnboga. Sigurður hefur nú fengið lögmann að sínu vali skipaðan í stað verjandans sem tilnefndur var af lögreglu.

Tvö sambærileg mál til skoðunar

Samkvæmt heimildum DV hefur Lögmannafélag Íslands málið til skoðunar og er það annað slíkt mál sem það tekur til skoðunar á skömmum tíma. Það fyrra var mál Steinbergs Finnbogasonar en lögreglan afturkallaði skipun hans sem verjanda Antons Kristins Þórarinssonar í Rauðagerðismálinu svokallaða. Fór Steinbergur hörðum orðum um framgang lögreglunnar í því máli og sagði að þegar hann hefði loksins verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins, hafi það verið til „málamynda mörgum mánuðum síðar,“ og að þar hafi hann ekki verið spurður að neinu sem máli skipti við rannsóknina.

Sá munur er þó á því máli og máli Sigurðar, að Sigurður hefur þegar játað þann þátt sem lögreglan segist þurfa að ræða við Húnboga. Þetta staðfestir Húnbogi í samtali við DV.

„Hann er búinn að játa þá háttsemi sem að lögregla segist þurfa að spyrja mig út í, og gildir trúnaður um. Ég sinni bara lögmannsstörfum fyrir Sigurð, og er því bundinn trúnaði um allt sem fer okkar á milli. Engu að síður ætlar lögreglan að reyna að fá mig til að bera vitni um okkar samskipti um mál, sem Sigurður er svo búinn að skýra nákvæmlega sjálfur. Vitnisburður minn er því þannig óþarfur og tilgangslaus,“ segir Húnbogi.

„Þetta eru bara klækjabrögð hjá lögreglunni,“ bætir Húnbogi við, og segir lögregluna greinilega ætla með þessu að losna við lögmann sem er henni ekki þóknanlegur.

Grafið undan réttindum sakborninga

Aðspurður hver niðurstaðan úr skoðun Lögmannafélagsins gæti orðið segist Húnbogi reikna með að félagið sé að skoða hvort þeir ætli að bregðast við með einhverjum hætti og þá reyna að koma í veg fyrir að lögreglan haldi áfram á þessari leið. „Það er verið að gera trúnaðarskyldu lögmanns og skjólstæðinga þeirra að engu með svona fíflalátum, myndi ég segja.“ „Þarna er grafið undan þeirri réttarstöðu sem sakborningar hafa, þeirra réttindum og því trausti sem þeir eiga að geta lagt á lögmenn sem þeir leita til með sín mál,“ bætir hann við að lokum.

Í samtali við DV tekur Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins í sama streng, en bendir á að hann þekki ekki nægilega vel til máls Sigurðar til þess að tjá sig um það. „Almennt er réttur sakborninga til að velja sér verjenda er einn af grundvallarstoðum réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður. „Í hvert skipti sem þau réttindi eru skert verður að færa fyrir því veigamikil rök.“ Sigurður bendir þá jafnframt á að það prófsteinninn í svona málum ætti í grunninn að vera hvort vitnisburður viðkomandi lögmanns sé nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins.

Sigurður hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð, en hann var í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli svokallaðs síbrotaákvæðis laga um meðferð sakamála. Segir þar að úrskurða megi menn í gæsluvarðhald ef ástæða þykir að óttast að hann muni halda áfram afbrotum sínum gangi hann laus. Er hann grunaður um að hafa svikið háar fjárhæðir út úr fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku